Marta og María í barnamessu í Bústaðakirkju

Sagan af því þegar Jesús heimsótti vini sína, systkinin Mörtu, Maríu og Lasarus, hefur oft verið sögð. Við rifjum hana upp í barnamessunni í Bústaðakirkju sunnudaginn 10. mars kl. 11. Marta var eitthvað stressuð að undirbúa matinn og gera allt fínt fyrir gestina en María sat í ró og næði og hlustaði á Jesú tala. Hvað ætli við getum lært af þeim systrum og Jesú?

Sólveig, Iðunn, María og Jónas bjóða ykkur með í skemmtilega og nærandi barnamessu. Eftir stundina er hægt að lita og fá sér smá hressingu saman í safnaðarsalnum.