Barnamessurnar hefjast og 5 ára börn fá gjöf frá kirkjunni
Barnamessa fer fram sunnudaginn 15. september nk. kl. 11. Nýir leiðtogar koma inn í þjónustuna með okkur og munu leiða stundina ásamt Jónasi Þóri organista sem leikur á hammond og flygil og séra Þorvaldi Víðissyni, sóknarpresti.
Börn sem eru orðin eða verða fimm ára á þessu ári eru sérstaklega boðin velkomin, þar sem fulltrúar sóknarnefndarinnar munu gefa þeim bókina Litla Biblían.
Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan gaf bókina út árið 2020, í þýðingu hr. Karls Sigurbjörnssonar biskups. Bókin inniheldur kjarnasögur Biblíunnar og er prýdd fallegum myndum. Einnig má í bókinni finna gagnlegar bænir fyrir börn á öllum aldri. Letur bókarinnar er líka aðgengilegt fyrir þau sem eru að læra stafinu og eru að byrja að læra að lesa.
Að lokinni barnamessu í kirkjunni verður boðið upp á ávexti, kaffi og djús í safnaðarheimilinu, þar sem hægt verður að lita, leika sér og spjalla.
Verið hjartanlega velkomin í barnamessu í Bústaðakirkju.
Litla Biblían handa 5 ára börnum
Barnamessa fer fram sunnudaginn 15. september nk. kl. 11. Nýir leiðtogar koma inn í þjónustuna með okkur og munu leiða stundina ásamt Jónasi Þóri organista sem leikur á hammond og flygil og séra Þorvaldi Víðissyni, sóknarpresti.
Börn sem eru orðin eða verða fimm ára á þessu ári eru sérstaklega boðin velkomin, þar sem fulltrúar sóknarnefndarinnar munu gefa þeim bókina Litla Biblían.
Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan gaf bókina út árið 2020, í þýðingu hr. Karls Sigurbjörnssonar biskups. Bókin inniheldur kjarnasögur Biblíunnar og er prýdd fallegum myndum. Einnig má í bókinni finna gagnlegar bænir fyrir börn á öllum aldri. Letur bókarinnar er líka aðgengilegt fyrir þau sem eru að læra stafinu og eru að byrja að læra að lesa.
Að lokinni barnamessu í kirkjunni verður boðið upp á ávexti, kaffi og djús í safnaðarheimilinu, þar sem hægt verður að lita, leika sér og spjalla.
Verið hjartanlega velkomin í barnamessu í Bústaðakirkju.