Hólmfríður Ólafsdóttir
Útvarpsmessa dagsins í Ríkisútvarpinu á Rás eitt, sunnudaginn 23. mars nk. kl. 11:00 verður frá Grensáskirkju. Upptaka fór fram fimmtudaginn 20. mars. Það er bæn okkar í Grensáskirkju að útsending helgihaldsins megi verða öllum þeim sem hlusta, vettvangur andlegrar næringar, friðar og bænar. Við þökkum öllum innilega fyrir þátttökuna í upptökunni og biðjum öllum sem á hlýða blessunar og friðar.
Séra Laufey Brá Jónsdóttir og séra Sigríður Kristín Helgadóttir hafa verið ráðnar til starfa í Fossvogsprestakalli. Sjö umsóknir bárust um stöðurnar tvær. Við fögnum ráðningu þeirra og bjóðum þær hjartanlega velkomnar til starfa.
Æskulýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur í Fossvogsprestakalli, sunnudaginn 2. mars sl. Skólahljómsveit Austurbæjar lék listir sínar í messu dagsins í Grensáskirkju kl. 11, barnakór Fossvogs söng síðan í guðsþjónustu dagsins í Bústaðakirkju kl. 13. Ungir orgelnemar léku þar á orgel. Barnamessan var á sínum stað kl. 11 í Bústaðakirkju. Við þökkum öllum fyrir samveruna á æskulýðsdaginn í kirkjum Fossvogsprestakalls.