Núvitundarstundir fara fram í Grensáskirkju á fimmtudögum kl. 18:15 yfir vetrartímann, í tengslum við starf Vina í bata. Um er að ræða andlega mannrækt á kristnum grunni, þar sem þátttakendum gefst færi á að auka birtustigið hið innra og staðsetja sig í núinu. Starfið er unnið eftir nýjum aðferðum á fornum grunni. Verið öll hjartanlega velkomin.