Vetrarstarf 2012 - 2013

2012-09-12 14:00:00

Næstkomandi sunnudag 16. september breytist messutíminn þannig að barnamessur verða klukkan 11:00 og almennar guðsþjónustur kl. 14:00 Þannig breytir starf kirkjunnar um takt, þegar haustar, og fleiri liðir verða virkir í safnaðarstarfinu. Ungir sem aldnir koma saman til ólíkra þátta starfsins.

 
Meira líf færist í kirkjuna okkar og margvíslegir þættir starfsins vakna á ný eftir hæglátt sumar. Það er hvetjandi að vita, að fólk bíður eftir starfinu og spyr gjarnan hvenær það hefjist.  Löngunin til þess að koma og taka þátt í safnaðarstarfinu og verða þannig virk er til staðar og saman ætlum við að syngja Guði til dýrðar.
 
Kirkjan er sameiningartákn hverfisins og er opin öllum íbúum og eru sóknarbörnin hvött til þess að taka þátt í starfi hennar.
Hér á heimsíðu kirkjunnar verður hægt að fylgjast með starfinu í kirkjunni.