Helgihald um næstu helgi og félagsstarf kirkjunnar.

16.1.2022

 

Sunnudaginn 16. janúar 2022

Helgihald, Guðsþjónustur og barnamessa einungis í útvarpi, streymi og á neti vegna covid

Í Fossvogsprestakalli munu Bústaðakirkja og Grensáskirkja miðla helgihaldi á vefjum kirknanna og samfélagmiðlum, með upptökum og í streymi á meðan núverandi samkomutakmarkanir eru í gildi. Þennan sunnudag er útvarpað guðsþjónustu frá Grensáskirkju í Ríkisútvarpinu á Rás eitt, sem verður miðlað frekar á heimasíðum og samfélagsmiðlum kirknanna.  

Félagsstarf eldriborgara og prjónakaffi falla niður vegna covid þangað til annað verður auglýst.

Farið vel með ykkur og sendum ykkur bestu kærleikskveðjur frá okkur öllum og vonumst til þess að hittast sem fyrst þegar að færi gefst.