Tónlistarlíf

 

Í Bústaðakirkju er öflugt tónlistarlíf meðal barna, unglinga og fullorðinna. 
 
Kirkjukór 
Kirkjukórinn æfir á miðvikudögum kl. 18:00- 20:00
Nánari upplýsingar jonasthorir(hja)simnet.is og johann(hja)hofdi.is
Barnakór
Barnakór fyrir 5 – 8ára æfir á miðvikudögum kl. 16:15-17:00
 
Stúlknakór
frá 9 ára og uppúr æfir á miðvikudögum kl. 17:10-18:10 
Gospelkór-unglingakór verður ekki í vetur.
 
Kórstjóri barnakóra er: Svava Kristín Ingólfsdóttir
sími: 867 7882, netfang: svavaki(hja)simnet.is

Kórarnir syngja fjölbreytta tónlist, allt frá klassík til popptónlistar.  Undanfarin ár hafa kórarnir komið fram í sjónvarpi, sungið á stórtónleikum með Kristjáni Jóhannssyni, á jólatónleikum í Kringlunni og flutt söngleiki svo eitthvað sé nefnt. 

Kórarnir koma allir fram í messum yfir veturinn, á aðventukvöldi og vortónleikum.

Foreldrafélag barna og unglingakóra. Öflugt foreldrafélag stendur að baki starfinu og hefur verið mjög drífandi í ýmsum þáttum starfsins. 
 
Glæðurnar, Kór Kvenfélags Bústaðakirkju. 
Kvennakórinn Glæðurnar var stofnaður haustið 1994. Allar konur sem hafa gaman af söng eru velkomnar í kórinn. Kórstjóri er Ásta Haraldsdóttir. Kórinn hefur komið fram við margvísleg tækifæri og sungið í messum og margvíslegum skemmtunum. Þetta er frábær hópur frábærra kvenna, sem allar syngja með hjartanu.
Nánari upplýsingar veita: Signý Gunnarsdóttir, sími: 581-4842