Fréttir
  • Date
    17
    2023 April

    Fimmtudagsmorgnar í Grensáskirkju

    Glatt er á hjalla í Grensáskirkju á fimmtudagsmorgnum yfir kaffibollla, meðlæti og góðu spjalli. Næsta samvera er fimmtudaginn 4. maí. 

  • Date
    17
    2023 April

    Fermingar gengu vel og messusókn var þokkaleg um páskana

    Fermingar gengu vel í Fossvogsprestakalli og þokkaleg messusókn var í dymbilviku og um páskana.

  • Date
    23
    2023 April

    Aðalsafnaðarfundir Bústaðasóknar og Grensássóknar, sunnudaginn 23. apríl nk.

    Aðalsafnaðarfundir Bústaðasóknar og Grensássóknar fara fram sunnudaginn 23. apríl nk. að loknu helgihaldi. Í Grensáskirkju fer aðalsafnaðarfundurinn fram í safnaðarheimilinu að lokinni messu kl. 12:05. Í Bústaðakirkju fer aðalsafnaðarfundurinn fram í safnaðarheimilinu að lokinni messu kl. 14:05. 

  • Date
    06
    2023 April

    Skírdagskvöld

  • Date
    30
    2023 March

    Myndlistarsýning nemenda Fjölbraut Ármúla í safnaðarheimili Grensáskirkju

    Myndlistarsýning nemenda Fjölbrautarskólans við Ármúla fer fram í safnaðarheimili Grensáskirkju. Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju. 

  • Date
    30
    2023 March

    Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan á nýjum stað, og nú í Bústaðakirkju

    Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan opnar á neðri hæð Bústaðakirkju, á morgun, föstudaginn 31. mars. Við bjóðum starfsfólk Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar hjartanlega velkomið í húsið. Megi blessun fylgja starfi Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar hér á nýjum stað.  

     

  • Date
    28
    2023 March

    Páskarnir í Fossvogsprestakalli

    Páskarnir eru ein stærsta hátíð kristinnar kirkju í heiminum. Helgihaldið í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, er fjölbreytt, að venju. Auk ferminga sem eru ríkur þáttur í helgihaldinu í kringum páska, á pálmasunnudegi og öðrum degi páska, tekur helgihaldið mið af boðskap daganna. Nánari upplýsingar má sjá á myndinni sem fylgir þessari frétt. Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í Fossvogsprestakalli á páskum. 

  • Date
    24
    2023 March

    Tónlistarnám í Bústaðakirkju

    Mikil ánægja er með samstarf Bústaðakirkju og Tónlistarskólans í Grafarvogi, TónGraf og TónFoss. Samstarfið hófst haustið 2022 og hefur blómstrað í vetur. Þegar hefur verið opnað fyrir skráningar í tónlistarnámið næsta haust. Kynnið ykkur málið á vefsíðu skólans tongraf.is. 

  • Date
    23
    2023 March

    Félagsstarf eldriborgara fékk skemmtilega heimsókn frá Akranesi

    Margt var um manninn og skemmtilegur dagur

  • Date
    22
    2023 March

    Fjölbreyttur sunnudagur í Bústaðakirkju

    Sunnudaginn 19. mars var mikið um að vera í Bústaðakirkju: Barnamessan um morguninn, kynning á Lútherskri hjónahelgi í hádeginu og Maríumessa í tilefni Boðunardags Maríu. 

  • Date
    17
    2023 March

    Einn á hjóli í hnattferð

    Kristján Gíslason, Hringfari, heimsótti eldri borgarastarf Bústaðakirkju, miðvikudaginn 15. mars sl. Við þökkum honum innilega fyrir fróðlegt erindi og góða samveru. 

  • Date
    16
    2023 March

    Sorg og viðbrögð við missi

    Sunnudaginn 12. mars sl. var boðið upp á fræðslufund um sorg og viðbrögð við missi. Fundurinn fór fram í Grensáskirkju í kjölfar messu og sóttu 40-50 manns fræðsluna.