19
2024 maí

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup

Aðventuhátíð Grensáskirkju fór fram á vígsludegi kirkjunnar, annan sunnudag í aðventu, 10. desember sl. kl. 17. Heiðursgestur aðventuhátíðarinnar að þessu sinni, var frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, sem flutti hátíðarræðu.

Fermingarbörnin sýndu ljósa-helgileik, þar sem þau tendruðu á kertum altarisins og aðventukransins, auk þess sem þau lásu fallega texta Biblíunnar um ljósið. Um leið jókst alltaf birtan í kirkjunni, þar til albjart var orðið undir lok helgileiksins.

Margrét Hannesdóttir, sópran, söng einsöng, við undirleik Ástu Haraldsdóttur kantors kirkjunnar. 

Kirkjukór Grensáskirkju söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur.

Séra María G. Ágústsdóttir, sóknarprestur, leiddi stundina ásamt samstarfsprestum sínum séra Daníel Ágúst Gautasyni og séra Þorvaldi Víðissyni. 

Erik Pálsson, formaður sóknarnefndar þakkaði fallega stund og bauð kirkjugestum, fyrir hönd sóknarnefndar, til kaffisamsætis að athöfn lokinni. 

Við þökkum þeim mæðgum, Agnesi biskupi og Margréti söngkonu, fyrir yndisleg orð og tóna.

Við þökkum fermingarbörnum og foreldrum þeirra þátttökuna og öllum sem tóku þátt og nutu stundarinnar með okkur.

Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju á aðventunni og um hátíðarnar, framundan. 

 

Fermingarbörnin með ljósaleik

Aðventuhátíð Grensáskirkju fór fram á vígsludegi kirkjunnar, annan sunnudag í aðventu, 10. desember sl. kl. 17. Heiðursgestur aðventuhátíðarinnar að þessu sinni, var frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, sem flutti hátíðarræðu.

Fermingarbörnin sýndu ljósa-helgileik, þar sem þau tendruðu á kertum altarisins og aðventukransins, auk þess sem þau lásu fallega texta Biblíunnar um ljósið. Um leið jókst alltaf birtan í kirkjunni, þar til albjart var orðið undir lok helgileiksins.

Margrét Hannesdóttir, sópran, söng einsöng, við undirleik Ástu Haraldsdóttur kantors kirkjunnar. 

Kirkjukór Grensáskirkju söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur.

Séra María G. Ágústsdóttir, sóknarprestur, leiddi stundina ásamt samstarfsprestum sínum séra Daníel Ágúst Gautasyni og séra Þorvaldi Víðissyni. 

Erik Pálsson, formaður sóknarnefndar þakkaði fallega stund og bauð kirkjugestum, fyrir hönd sóknarnefndar, til kaffisamsætis að athöfn lokinni. 

Við þökkum þeim mæðgum, Agnesi biskupi og Margréti söngkonu, fyrir yndisleg orð og tóna.

Við þökkum fermingarbörnum og foreldrum þeirra þátttökuna og öllum sem tóku þátt og nutu stundarinnar með okkur.

Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju á aðventunni og um hátíðarnar, framundan. 

Margrét Hannesdóttir, sópran

Margrét Hannesdóttir, sópran, söng einsöng, við undirleik Ástu Haraldsdóttur kantors kirkjunnar. 

Þorvaldur og Agnes

Séra María G. Ágústsdóttir, sóknarprestur, leiddi stundina ásamt samstarfsprestum sínum séra Daníel Ágúst Gautasyni og séra Þorvaldi Víðissyni. Hér situr séra Þorvaldur með frú Agnesi, en hann starfaði með henni sem biskupsritari í níu ár. 

Kirkjukór Grensáskirkju

Kirkjukór Grensáskirkju söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur.

Erik Pálsson, formaður

Erik Pálsson, formaður sóknarnefndar þakkaði fallega stund og bauð kirkjugestum, fyrir hönd sóknarnefndar, til kaffisamsætis að athöfn lokinni. 

Séra Daníel Ágúst Gautason

Séra Daníel Ágúst Gautason leiddi stundina, ásamt kollegum sínum. 

Séra María G. Ágústsdóttir, sóknarprestur

Séra María G. Ágústsdóttir, sóknarprestur, undirbjó stundina og leiddi, ásamt samstarfsprestum sínum. En hér á þessari mynd má sjá hana, ásamt séra Þorvaldi Víðissyni, séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur fyrrum vígslubiskupi á Hólum, séra Gylfa Jónssyni fyrrum presti Grensássóknar, frú Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi, og séra Daníel Ágúst Gautasyni, æskulýðspresti. 

Við þökkum öllum þátttökuna. 

Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju á aðventu og jólum.