Sigurður Flosason, Einar Valur Scheving og Jónas Þórir á hádegistónleikum

Sigurður Flosason saxafónleikari, Einar Valur Scheving trommuleikari og Jónas Þórir kantor leika af fingrum fram á fyrstu hádegistónleikum Bleiks október í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 5. október kl. 12:05. 

Sigurður Flosason saxafónleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari

Sigurður Flosason saxafónleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari munu spinna yfir sálma með Jónasi Þóri kantor Bústaðakirkju á fyrstu hádegistónleikum í Bleikum október 2022. Aðgangur er ókeypis. Bleikur október er yfirskrift listamánaðar Bústaðakirkju. Hádegistónleikar munu fara fram alla miðvikudaga í október kl. 12:05 - 12:30. Að loknum tónleikum er boðið upp á léttan hádegisverð gegn vægu gjaldi í safnaðarheimili kirkjunnar.

Einar Valur Scheving, Sigurður Flosason og Jónas Þórir spinna yfir sálma

Einar Valur Scheving trommuleikari, Sigurður Flosason saxafónleikari og Jónas Þórir kantor leika af fingrum fram á fyrstu hádegistónleikum Bleiks október í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 5. október kl. 12:05. Aðgangur ókeypis. Léttar veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar að tónleikum loknum, um klukkan 12:35, gegn vægu gjaldi. 

Bleikur október í Bústaðakirkju styður Ljósið

Tónlistin í sunnudagshelgihaldi októbermánaðar verður fjölbreytt, þar sem nýir sálmar voru í fyrirrúmi 2. október. Bandarísk tónlist, sálmar, gospel og blús verða í fyrirrúmi í Bolvíkingamessu 9. október. Norskir sálmar og tónlist eftir Grieg, Kverno, Lövland og fleiri, verða á oddinum 16. október. Bítlalög og ljóð verða á dagskránni 23. október. Mozart verður síðan í bleiku síðasta sunnudag októbermánaðar, þann 30. október. 

Kammerkór Bústaðakirkju ber uppi þessa fjölbreyttu dagskrá, ásamt kantor kirkjunnar, Jónasi Þóri.

Bleikur október styður Ljósið. Þ.e.a.s. tónleikagestum á hádegistónleikum í október gefst kostur á að leggja mikilvægu starfi Ljóssins lið.

Dagskrána má sjá hér.  

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju í Bleikum október.