Fréttasafn

24.3.2019
Barnastarf alla sunnudaga kl. 11:00 í Bústaðakirkju fyrir Grensás- og Bústaðasóknir    Fræðandi og glaðlegar samverustundir með söng og leik. Brúðuleikhús, ratleikir, spurningaleikur, bænir, söngur, tónlist, gestir. Umsjón Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi Samvera fyrir alla fjölskylduna  
20.3.2019
Félagsstarfið verður á sínum stað á miðvikudaginn og hefst kl 13:00 í safnaðarsalnum, spil og spjall. Um kl 14:00 fáum við góða gesti frá eldriborgarastarfinu í Akraneskirkju og heldur þá stundin áfram inni í kirkju þar sem Jónas Þórir kantor og Jóhann Friðgeir Valdimarsson leika og syngja fyrir okkur og gesti. Kaffið góða frá henni Sigurbjörgu verður svo á eftir í safnaðarsalnum.
18.3.2019
Prjónakaffi í safnaðarsal í kvöld, mánudag kl 20:00. Kaffi og kruðerí að hætti kvenfélagskvenna. Hugguleg stund í góðum félagsskap. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Hólmfríður djákni, séra Pálmi og Unnur.
17.3.2019
Barnastarf alla sunnudaga kl. 11:00 í Bústaðakirkju fyrir Grensás- og Bústaðasóknir Fræðandi og glaðlegar samverustundir með söng og leik. Brúðuleikhús, ratleikir, spurningaleikur, bænir, söngur, tónlist, gestir. Umsjón Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi Samvera fyrir alla fjölskylduna
14.3.2019
Fermingardagar í Bústaðakirkju 2020  
13.3.2019
Félagsstarfið verður á sínum stað frá kl 13:00-16:00. spil og handavinna, kl 14:00 fáum við góða gesti frá Grensáskirkju í heimsókn og verður hugguleg stund í kirkjunni þar sem Svava Ingólfsdóttir flytur létt lög við undirleik Jónasar Þóris kantors. Kaffið góða hjá Sigurbjörgu á eftir í safnaðarsal. Hlökkum til að sjá ykkur, Hólmfríður djákni og séra Pálmi Matthíasson.
13.3.2019
  Eydals Akureyrarmessa sunnudag kl. 14.   Fram koma Gunnar Eydal, bróðirinn sem spilaði ekki á hljóðfæri Helena Eyjólfsdóttir Grímur Sigurðsson Magnús Ingólfsson Ingólfur Magnússon Jónas Þórir  
11.3.2019
Skemmti og fræðslufundur kvenfélagsins er næstkomandi mánudag þann 11. mars. Við fáum góða gesti í heimsókn. Hanna Dóra Sturludóttir sópransöngkona mun gleðja okkur með söng og síðan fáum við fróðlegt erindi um Bjarkarhlíð frá Rögnu Björg Guðbrandsdóttur. Léttar og góðar veitngar að hætti kvenfélagskvenna. Aðgangseyrir er 2000 kr. Hlökkum til að sjá ykkur konur. Fundurinn hefst kl 20:00
6.3.2019
Sunnudagur 10. mars 2019 - 1. sunnudagur í föstu. Sunnudagaskóli kl. 11:00 Fjölbreytt tónlist og fræðandi starf fyrir börnin. Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi leiða samveruna. Foreldrar og afar og ömmur hvött til þátttöku með börnunum.   Guðsþjónusta kl. 14:00
6.3.2019
Félagsstarf eldriborgara er á miðvikudaginn 6. mars kl 13:00. þá er öskudagur og við verðum með hatta þema. Allir að mæta með skemmtilegann hatt. verðlaun fyrir frumlegasta hattinn. Svavar Knútur kemur og syngur fyrir okkur kl 15:00. kaffi að hætti Sigurbjargar. Allir hjartanlega velkomnir.

Pages