Fréttasafn

28.9.2017
Bleikur október í Bústaðakirkju   Öflugt barnastarf kl. 11:00 Stund fyrir alla fjölskylduna. Hreiðar Örn, Ragnar Bjarni, Jónas Þórir og Pálmi leiða samveruna.   Guðsþjónusta kl. 14:00 með þátttöku Bolvíkinga.
28.9.2017
Miðvikudagur 4. október.Hádegistónleikar kl. 12.10. Suðræn sveifla og m.a. lög Guðrúnar Á Símonardóttur.   Kristín Sædal Sigtryggsdóttir,    
28.9.2017
Sunnudagur 8. október.   Listahátíð barnanna í Bústaðakirkju –  kl. 11 til kl. 14.  Barnakórar syngja og börn spila á hljóðfæri. Föndur og leikir. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni leiðir samveruna með Hreiðari Erni og Jónasi Þóri. Hádegissnarl.   Engin messa kl. 14.
28.9.2017
Miðvikudagur 11. október – Hádegistónleikar kl. 12:10   “Í bleiku með Streisand”. Edda Austmann syngur lög úr smiðju Barböru Streisand. Píanó Jónas Þórir. Súpa í safnaðarheimili eftir tónleikana.
28.9.2017
    Hreiðar Örn hefur nú umsjón með sunnudagaskólanum.
27.9.2017
Félagsstarf eldriborgara er á miðvikudögum kl 13:00- 16:30 Þar kemur fólk saman og spilar, spjallar og gerir handavinnu, framhaldssaga og sóknarprestur eða djákni eru með hugvekju og bæn.  Boðið er upp á gott kaffi og með því fyrir lágt verð. Maður er manns gaman, hlökkum til að sjá sem flesta, í dag miðvikudag er myndasýning frá vorferð og haustferð.
24.9.2017
Bleikur október í Bústaðakirkju  Sunnudagur 1. október Barnamessa kl. 11. Messa kl. 14 með þátttöku Bolvíkinga. Gestir frá Tónskóla Eddu Borg. Herdís Ágústa og Ingibjörg Ragnheiður Kristjánsdætur Linnet leika á trompet og á píanó og Jóhanna Guðríður Linnet sópran syngur einsöng. Prestur sr. Pálmi Matthíasson
22.9.2017
Sunnudagur 24. september 2017 Barnamessa sunnudag kl. 11:00 Fjölbreytt tónlist og fræðandi starf fyrir börnin. Hreiðar Örn, Ragnar Bjarni, Jónas Þórir og Pálmi leiða samveruna. Foreldrar og afar og ömmur hvött til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14:00
20.9.2017
Fyrsta samvera okkar í haust í safnaðarsal, starfið byrjar kl 13:00, spilað,handavinna, framhaldssaga, hugleiðing og bæn og kaffið góða. Jónas Þórir verður við píanóið. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. umsjónarmaður starfsins er Hólmfríður djákni.
17.9.2017
Upp með prjónana. Fyrsta prjónakvöld haustsins er á mánudaginn 18. september kl. 20:00. Hlökkum til að sjá sem flesta prjónara, heitt á könnunni og bakkelsi að hætti kvenfélagskvenna. Allir hjartanlega velkomnir.

Pages