Fréttasafn

27.3.2018
29. mars Skírdagskvöld messa með altarisgöngu kl 20:00, séra Pálmi Matthíasson og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Kammerkór Bústaðakirkju og Jónas Þórir. 30. mars Föstudagurinn langi messa kl 14:00 lesin verður píslarsagan, Gréta Hergils, Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir kantor sjá um tónlistina og séra Pálmi Matthíasson þjónar fyrir altari. 1.
25.3.2018
Það verða tvær fermingarmessur í Bústaðakirkju á sunnudaginn. Fyrri messan er kl 10:30 og seinni er kl 13:00. Séra Pálmi Matthíasson þjónar fyrir altari ásamt Hólmfríði Ólafsdóttur djákna, kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors og fermingarbörn lesa ritningalestra. Allir hjartanlega velkomnir í fermingarmessurnar.
23.3.2018
Karlakaffi í fyrramálið kl 10:00. Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kemur og segir frá doktorsverkefni sínu. Heitt á könnunni og kruðerí. Klökkum til að sjá ykkur.
21.3.2018
Síðasta samvera fyrir páska, það verður spilað Bingó og að sjálfsögðu verður kaffið góða um kl 15:00 og séra Pálmi verður með hugleiðingu og bæn. Einnig verður spilað og skrafað saman. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Bústaðakirkju
19.3.2018
Prjónakonur   Verið velkomna i kvöld kl. 20:00 Nú tökum við páskaprjón og njótum þess að koma saman.   Alltaf eitthvað óvænt og skemmtilegt.
18.3.2018
Fermingar hefjast í Bústaðakirkju á sunnudaginn kemur 18.mars kl 10:30 og 13:00. Þau börn sem fermast kl 10:30 eru: Andri Sveinn Grétarsson, Kúrlandi 11 Anna Fanney Olsen, Hvassaleiti 17 Ari Freyr Jónsson, Haðalandi 9 Arnar Máni Björgvinsson, Háagerði 57 Arney María Andradóttir, Steinagerði 1 Baldur Breki Hávarðarson, Kvistalandi 22
14.3.2018
Félagsstarfið fer í ferð á Akranes á morgun miðvikudag, lagt verður af stað kl 12:30 frá Bústaðakirkju, Prestar og starfsfólk Akraneskirkju taka á móti okkur í kirkjunni þeirra og síðan verður boðið uppá kaffihlaðborð í safnaðarheimili á eftir. Enn er hægt að skrá sig í síma 553-8500 og kostar 1500 kr fyrir rútuna. Hlökkum til að sjá ykkur
8.3.2018
Kvenfélagið verður með skemmtifund á mánudaginn 12. mars kl 20:00, aðgangseyrir er 2500kr og fundurinn er opinn fyrir allar konur. Veitingar að hætti kvenfélagskvenna. Góðir gestir koma í heimsókn, en þeir Albert og Bergþór ætla að kenna okkur góða siði og sitthvað skemmtilegt. Hlökkum til að sjá ykkur. Stjórnin
8.3.2018
Kósýkvöld fyrir hjón og pör. Dr. Ólafur Þór Ævarsson frá Streituskólanum verður með erindi um Stress og afleiðingar þess.  Allir velkomnir og erindið er í safnaðarsal.

Pages