Fréttasafn

3.12.2017
Aðventuhátíð Bústaðakirkju á sunnudaginn 3. desember  
29.11.2017
Félagsstarfið er kl 13:00, á morgun miðvikudaginn 29. nóvember verður boðið uppá föndur úr þæfðri ull, gerð verða epli og jólasveinar, einnig verður boðið upp á koratgerð. framhaldssaga, sóknarprestur verður með hugvekju og bæn. Kaffið á sínum stað frá stelpunum í eldhúsinu og auðvitað verður spilað. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Bústaðakirkju
24.11.2017
Morgunkaffi fyrir heldri karlmenn í safnaðarsal kl 10:00, föstudaginn 24. nóvember. Hugguleg stemning á síðasta karlakaffi fyrir jól. Pétur Bjarnason kemur og verðu með gamanmál. En hann hefur gefið út t.d Vasapési partýljónsins. Hlökkum til að sjá ykkur Starfsfólk Bústaðakirkju
22.11.2017
Félagsstarf eldriborgara er á sínum stað á miðvikudögum kl 13:00. Spil, handavinna, framhaldssaga og kaffið góða frá stelpunum í eldhúsinu. í Þetta sinn kemur Þórey Dögg Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastdæmana í heimsókn. Hún ætlar að vera með hugleiðingu og bæn og gamanmál yfir kaffibollanum. hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Bústaðakirkju.
20.11.2017
Við fáum góðan gest til okkar í prjónakaffið, hún Ágústa frá gusta.is kemur með garnið sitt fína "Mosa mjúkull" MOSA mjúkull er nýtt íslenskt garn. Einstök blanda af íslenskri ull og alpakka frá Perú skapar mjúka, hlýa og slitsterka samsetningu sem á sér enga líka í heiminum. Kaffið verður á sínum stað,hlökkum til að sjá ykkur sem felst. Hólmfríður djákni
19.11.2017
Bústaðakirkja 19. nóvember Barnamessa kl. 11:00. Leiksýning "Ósýnilegi vinurinn" eftir Kari Vinje, leikhópurinn Stoppleikghúsið sýnir.  Hólmfríður Ólafsdóttir djákni og  Jónas Þórir leiða stundina.  
15.11.2017
Félagsstarfið er frá kl 13:00-16:00 á miðvikudögum. Spilað, skrafað, kræsingar úr eldhúsinu og Ármann Reynisson kemur með Vinetturnar sínar í heimsókn. Allir hjartanlega velkomnir.
13.11.2017
Fundur í kvöld mánudag kl 20:00, sjáumst hressar.
8.11.2017
Félagsstarf eldriborgara er á miðvikudögum kl 13:00-16:00. Góður félagsskapur, spilað, unnin handavinna, hugvekja og bæn. Kaffið góða frá þeim í eldhúsinu. á miðvkudaginn 8. nóvember kemur Svava Kristín Ingólfsdóttir til okkar með nokkra krakka úr barnakórum. Þau syngja fyrir okkur og Jónas Þóri spilar undir. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Starfsfólk Bústaðakirkju

Pages