Fréttasafn

19.6.2013
    Kærleiksmessa á jónsmessu
13.6.2013
  Axel F Sigurðsson hjartalæknir gefur hér góð ráð um næringu fyrir og meðan á golfhring stendur. sjá nánar á mataræði.is    
3.6.2013
Lexía: Okv 9.10-12 Að óttast Drottin er upphaf spekinnar og að þekkja Hinn heilaga er hyggindi. Með mínu fulltingi verða dagar þínir margir og árum lífs þíns fjölgar. Sértu vitur verður vitið þér til góðs en sértu spottari þá mun það bitna á þér einum.
29.5.2013
Á sjómannadaginn verður sjómannamessa í Bústaðakirkju kl. 11.00 árdegis. Kirkjukór Bústaðakirkju syngur, organisti er Jónas Þórir og þau flytja tónlist í tilefni sjómannadagsins. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson Heitt á könnunni og Sæmundur mætir bæði í sparifötum og án sparifata.
23.5.2013
Kæru vinir ! Hér er minnt á fermingarstarfið vegna ferminga vorið 2014   Vinsamlegast smellið hérna til að skrá fermingarbarn.   Það sem þarf að koma fram er:   Fullt nafn fermingarbarns: kt.:
7.5.2013
TÓNLEIKAR OG KAFFIHLAÐBORÐ HVERAFUGLAR KÓR ELDRI BORGARA HVERAGERÐI GLÆÐURNAR KÓR KVENFÉLAGS BÚSTAÐASÓKNAR STJÓRNENDUR ÁSTA HARALDSDÓTTIR OG ÖRLYGUR ATLI GUÐMUNDSSON   LÉTT OG SKEMMTILEG SÖNGLÖG   ALLIR VELKOMNIR   FRÍTT FYRIR 12 ÁRA OG YNGRI
6.5.2013
PRJÓNAKAFFI  ferðalag til Grindavíkur miðvikudaginn 8. maí kl. 19:00. Ef einhverjir eiga eftir að skrá sig, þá sendið póst á palmi@kirkja.is Förum í rútu frá kirkjunni kl. 19:00 og heimsækjum þessar eldhressu konur í Grindavík og prjónum með þeim fram á kvöld. Tökum Grindavík núna og látum Ameríku bíða um sinn.
2.5.2013
Fjáröflunartónleikar Kammerkórs unglinga vegna ferðar kórsins á kóramót í Noregi verða haldnir í Bústaðakirkju sunnudaginn 5. maí kl. 17 Fram koma: Kammerkór unglinga í Bústaðakirkju, stjórnandi: Svava Kristín Ingólfsdóttir, undirleikari: Jónas Þórir. Félagar í kórnum spila á hljóðfæri og syngja einsöng.

Pages