Fréttasafn

28.10.2013
Messur sunnudaginn 3. nóvember,   allra heilagra messa   Barnamessa klukkan 11:00 Lífleg og gefandi samvera fyrir alla fjölskylduna. Fræðsla söngur og lofgjörð.   Guðsþjónusta kl. 14:00 Félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn undir stjórn  kantors Jónasar Þóris.
23.10.2013
Þar sem að losnuðu pláss á saumanámskeiðinu er hægt að skrá sig fyrir næsta þriðjudag 29 okt. það verða þá þrjú skipti 4 tímar í senn alls 12 klst og kostar 16500kr. námskeiðið er á þriðjudögum kl 18:30-22:30. hægt er að skrá sig hjá Hólmfríði á netfangið holmfridur@kirkja.is
22.10.2013
Félagsstarf eldribrogara er kl 13:00 á miðvikudögum. Við spilum, föndrum og fáum gott kaffi svo ætla börn úr Barnakór Bústaðakirkju að koma í heimsókn og syngja fyrir okkur. Allir eldriborgarar velkomnir, kaffi kostar 500kr. og hægt er að hringja í aðalsíma kirkjunnar fyrir hádegi ef þið viljið fá bíl til þess að sækja ykkur.
15.10.2013
Verið öll velkomin á samveru um sorg og sorgarviðbrögð í kvöld kl. 20:00
14.10.2013
Fyrsti fundur vetrarins er í kvöld mánudag, vetrarstarfið kynnt og kaffiveitingar. Fundurinn hefst kl. 20:00 og allar konur velkomnar.
14.10.2013
Á sunnudaginn næsta, nánar tiltekið sunnudaginn 20. október kl. 15 er fyrirhugað að undirbúa stofnun Listvinafélags við kirkjuna okkar. Allir eru velkomnir og hvatt er til víðtækrar þátttöku allra sem unna listum og menningu.
10.10.2013
Messur sunnudaginn 13. október   Barnamessa klukkan 11:00 Líflega og gefandi samvera fyrir alla fjölskylduna. Fræðsla söngur og lofgjörð.   Guðsþjónusta kl. 14:00 með þátttöku Súgfirðinga. Þetta er heimamessa með söng og þátttöku Súgfirðinga.
8.10.2013
Hér er skemmtilegt myndband til að skoða í tilefni þess að spáð er snjókomu á þriðjudag.Við vonum svo sannarlega að við sleppum betur og hljótum ekki skaða af snjó og hálku.
1.10.2013
Starf eldriborgara verður að venju á miðvikudaginn 2. október. Jónas Þórir organisti kemur í heimsókn og með honum ungur tenórsöngvari Sveinn Enok. Sjáumst hress og kát. Þeir sem vilja nýta akstursþjónustuna okkar hringið i kirkjuverði fyrir kl 11:30 og pantið bíl og Grétar bílstjóri mun koma og sækja ykkur.

Pages