Fréttasafn

8.3.2018
Kvenfélagið verður með skemmtifund á mánudaginn 12. mars kl 20:00, aðgangseyrir er 2500kr og fundurinn er opinn fyrir allar konur. Veitingar að hætti kvenfélagskvenna. Góðir gestir koma í heimsókn, en þeir Albert og Bergþór ætla að kenna okkur góða siði og sitthvað skemmtilegt. Hlökkum til að sjá ykkur. Stjórnin
8.3.2018
Kósýkvöld fyrir hjón og pör. Dr. Ólafur Þór Ævarsson frá Streituskólanum verður með erindi um Stress og afleiðingar þess.  Allir velkomnir og erindið er í safnaðarsal.
5.3.2018
Félagsstarfið er á miðvikudögum kl 13-16. Svava Kristín Ingólfsdóttir mætir með barnakórinn og þau syngja fyrir okkur, undirleikari er Jónas Þórir kantor. Kaffið á sínum stað ásamt föstum liðum. Hlökkum til að sjá ykkur.  Ferðin á Akranes verður farin 14. mars kl 12:30 ekki 7. mars eins og stendur í dagskrá vetrarins.
28.2.2018
Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. (1.Mós. 1.1)   Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. (Sálm. 16.1)   Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. (Sálm. 23.1)  
26.2.2018
  TÍMANUM HEFUR VERIÐ BREYTT FRÁ KL. 20 TIL 18:30.   Fræðslukvöld í Bústaðakirkju á fimmtudagskvöldið kl 18:30. Allir hjartanlega velkomnir.
23.2.2018
Karlakaffi er fyrir alla heldri karlmenn sem hafa gaman af því að hittast og skrafa saman yfir góðu kaffi og kruðeríi. Samveran er í safnaðarsal Bústaðakirkju. Hólmfríður djákni tekur á móti ykkur og sér um stundina, hún verður með erindi um „líf án kvartana“. Hlökkum til að sjá ykkur karlar.
21.2.2018
Félagsstarfið er á miðvikudögum frá kl 13-16, spil, handavinna, sóknarprestur er með hugleiðingu og bæn. Framhaldssagan lesin og kaffið góða á sínum stað, á morgun verður Hólmfríður djákni með stutt erindi yfir kaffinu. Hlökku til að sjá ykkur sem flest. Hægt er að panta bíl að morgni, þá þarf að hringja fyrir kl 11:00 og panta far, síminn er 5538500

Pages