Fréttasafn

17.3.2014
Prjónakaffi í Bústaðakirkju. Við fáum Prjónasmiðju Tínu í heimsókn, stundin hefts kl 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. Kvenfélagið sér um kaffiveitingarnar, frjáls framlög i kaffisjóðinn.
13.3.2014
Barnamessa sunnudag kl. 11:00 Fjölbreytt tónlist og fræðandi starf fyrir börnin. Jónas Þórir og Gunnar Óskarsson leika á hljóðfæri. Bára Elíasdóttir og Daníel Gautason leiða samveruna ásamt sóknarpresti. Foreldrar og afar og ömmur hvött til þátttöku með börnunum.
6.3.2014
  Barnamessa kl 11:00 Lífleg samvera með bæn, lofgjörð og fræðslu. Foreldrar, ömmur og afar eru hvött til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl 14:00 kór Bústaðkirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris Kantors. Messuþjónar aðstoða. Prestur sr.Pálmi Matthíasson. Molasopi eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.   Textar dagsins eru:  
3.3.2014
Langar þig að láta gott af þér leiða og veist kannski ekki hvar þú átt að staldra við. Hvernig væri að gerast heimsóknarvinur Bústaðakirkju? Hólmfríður Ólafsdóttir djákni í Bústaðakirkju heldur utan um heimsóknavinina í Bústaðakirkju, hún verður ein af fjórum djáknum og guðfræðingum sem munu halda námskeið 6.mars kl 17:30-19:00 í Fella og Hólakirkju.
26.2.2014
Sunnudagurinn annar mars er er Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Í Bústaðakirkju er boðið til fjölskyldumessu klukkan ellefu. Þetta verður eina messa dagsins að þessu sinni og til hennar er boðið öllum börnum og unglingum í sókninni og svo öllum sem hafa einu sinni verið börn.  
25.2.2014
Samvera eldriborgar er á miðvikudaginn. Frú Agnes M. Sigurðardóttir Biskup Íslands ætlar að koma í heimsókn til okkar. kaffiveitingar eins og vant er. Sjáumst hress
19.2.2014
Charlton Heston og Keira Knightley koma við sögu í bíómessu sem verður í í Bústaðakirkju kl. 14 sunnudaginn 23. febrúar.  Messan verður helguð samspili Biblíu og bíómynda í gegnum tíðina.
13.2.2014
Nýir sálmar verða í fyrirrúmi í guðsþjónustu sunnudaginn 16. febrúar í Bústaðakirkju. Af því tilefni býður Jónas Þórir til opinnar æfingar á nýjum sálmum kl. 13:30. Guðsþjónustan hefst svo kl. 14. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni prédikar, sr. Árni Svanur Daníelsson þjónar fyrir altari.  
11.2.2014
Aðalfundur félagsins var haldinn í gær 10. febrúar. Kosið var í nýja stjórn hjá félaginu, Laufey Kristjánsdóttir lét af störfum sem formaður félagsins. Kosinn var nýr formaður, hún heitir Hólmfríður Ólafsdóttir og er starfandi djákni í Bústaðakirkju. Næsti fundur félagsins er 10. mars og verður dagskrá hans auglýst síðar.
11.2.2014
Hjálpræðisherinn og Hjálparstarf kirkjunnar hafa skipulagt færni og sjálfstyrkingarnámskeið sem hefst mánudaginn 17. febrúar. "lærðu að gera það sjálf/ur" gæti allt eins verið yfriskrift námskeiðsins því markmiðið er að þátttakendur læri að nota saumavél til að gera við flíkur og breyta notuðu í nýtt. Matreiðslumaður kennir þátttakendum að nýta afganga og búa til veislumat fyrir lítinn aur.

Pages