Fréttasafn

19.12.2013
  Það er mikið þakkarefni þegar menn leggja kirkjunni okkar lið með ýmsum hætti.
13.12.2013
Það verður skemmtilegt og gefandi jólaprjónakaffi mánudaginn 16. desember kl. 20:00.
10.12.2013
Samvera um sorg og sorgarviðbrögð. Allir eru hjartanlega velkomnir fimmtudaginn 12. desember kl. 20:00, á samveru sem við nefnum; Hátíð í skugga sorgar. Aðventan og jólin reynast mörgum þungur tími sem misst hafa ástvin. Á þessari samveru verður fjallað um þessa tilfinningu og leitast við að gefa styrk og leiðsögn í erfiðum sporum.
9.12.2013
Á sunnudaginn 15. desember verða jólasöngvar fjölskyldunnar í fjölskyldusamveru í Bústaðakirkju kl. 11:00.          Þetta er samvera fyrir alla fjölskylduna, þar sem jólalögin eru sungin og börnin ásamt foreldrum, öfum og ömmum koma saman til kirkju og eiga helga stund.
5.12.2013
Á hverjum fimmtudagsmorgni í allan vetur eru foreldramorgnar í Bústaðakirkju milli kl.
4.12.2013
Aðventukvöl Lútherskrar hjónahelgar 4. desember kl. 20:00  
4.12.2013
Góðir gestir koma í heimsókn og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum, Sigrún Pálsdóttir og Guðni Ágústsson. Sigurbjörg töfrar fram góðgæti í eldhúsinu. Allir velkomnir. Hægt er að hringja fyrir kl 11:30 og panta bíl hjá kirkjuvörðum.
3.12.2013
Barnamessa kl. 11:00  Barnakór bústaðakirkju flytur söngleikinn" Litla stúlkan með eldspýturnar"eftir Magnús Pétursson, gerður eftir sögu H.C. Andersen.  Stjórnandi Svava Kristín Ingólfsdóttir.  Gestakór í söngleiknum er Kammerkór unglinga. Píanóleikari er Jónas Þórir.

Pages