Fréttasafn

13.5.2014
          Grillhátíð og fjölskyldumessa í lok vetrarstarfs sunnudaginn 18. maí kl. 11:00 Falleg sköpunar- og sumarlög. Engla- og barnakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttur. Jónas Þórir við hljóðfærið Grill og leikir eftir messu. Allir velkomnir í lokahátíð vetrarstarfsins. Munið breyttan messutíma sem verður fram á haust kl. 11:00  
5.5.2014
Sunnudaginn 11. mai kl: 14:00 í Bústaðakirkju   Ræðumaður séra Hjörtur Pálsson   Fjölmargt norðlenskt tónlistarfólk kemur fram í messunni og þeir eru: Kristján Jóhannsson Una Dóra Þorbjörnsdóttir Magnús Ingólfsson Ingólfur Magnússon Helga Maggý Magnúsdóttir Vigdís Ásgeirsdóttir
4.5.2014
Enn syngur vornóttin   Tónleikar í Bústaðakirkju sunnudaginn 4. maí kl. 17:00.   Fram koma: SÖNGFUGLAR, kór eldri borgara á Vesturgötu 7   GLÆÐURNAR, kór Kvenfélags Bústaðasóknar.   Flutt verða létt og skemmtileg sönglög.   Stjórnandi og píanóleikari; Ásta Haraldsdóttir   Fiðluleikari Eva Hauksdóttir.
30.4.2014
Á sóknarnefndarfundi þriðjudaginn 29. apríl kom sóknarnefnd saman og skipti með sér verkum. Formaður var kjörinn Gunnar Sigurðsson og tekur hann við af Árna Sigurjónssyni sem baðst undan endurkjöri vegna anna í starfi, en Árni situr áfram í sóknarnefnd. Árna eru þökkuð góð og farsæl leiðsögn sem góður formaður.  
29.4.2014
 Vorgleði  og uppskeruhátíð Barna- og Englakórs Bústaðkirkju Þriðjudaginn 29. apríl kl. 18: 00 í Bústaðakirkju     Kórarnir munu flytja vinsælustu lögin af vetrardagskrá sinni. Einsöngvarar úr Barnakór munu stíga stokk
29.4.2014
    Nú er lokið við að setja nýjar tröppur sunnan kirkjunnar í staða þeirra sem voru og voru vægast sagt orðnar lélegar. Þetta er mikil bót fyrir fjölmarga sem nota þessar tröppur daglega á leið til og frá kirkju sem og á öðrum leiðum.
28.4.2014
Halló, halló. Nú verður prjónakaffið mánudagskvöldið 28. apríl, þar sem okkar fasta dag bar upp á annan dag páska. Við hittumst hressar kl. 20:00 og njótum góðgerða og spjöllum saman. Nú leggjum við á ráðin með ferðina okkar í heimsókn til góðra kvenna. Ameríka bíður enn um sinn en hver veit nema það þurfi ekki að vera draumur.
28.4.2014
Messur sunnudaginn 4. maí   Barnamessa klukkan 11:00 Lífleg og gefandi samvera fyrir alla fjölskylduna. Fræðsla söngur og lofgjörð.   Guðsþjónusta kl. 14:00 Félagar úr kór Bústaðakirkju leiða sönginn undir stjórn Jónasar Þóris. Þetta er 2.. sunnudagur eftir páska og litur messuklæða er hvítur.

Pages