Fréttasafn

9.7.2013
Guðsþjónusta sunnudaginn 14. júlí kl. 11:00. Þetta er 7. sunnudagur eftir þrenningarhátíð og litur messuklæða er grænn. Félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn undir stjórn Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða og prestur er sr. Pálmi Matthíasson.
3.7.2013
Hólmfríður Ólafsdóttir hefur verið ráðin í 50% stöðu djákna hjá Bústaðasókn. Hólmfríður mun hefja störf 1. september og verður vígð sem djákni á haustdögum. Þetta er í fyrsta sinn sem djákni kemur til starfa í Bústaðasókn og væntum við mikils af þessu nýja starfi við kirkjuna.  
2.7.2013
Guðsþjónusta sunnudaginn 7. júlí kl. 11:00. Þetta er 6. sunnudagur eftir þrenningarhátíð og litur messuklæða er grænn. Félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn undir stjórn Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða og prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Molasopi og hressing eftir messu.
26.6.2013
Guðsþjónusta sunnudaginn 30. júní kl. 11:00. Þetta er 5. sunnudagur eftir þrenningarhátíð og litur messuklæða er grænn. Félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn undir stjórn Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða og prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Molasopi og hressing eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.  
24.6.2013
Hvað er kærleikur? Ýmsar skilgreinar eru á kærleika. Hann hefur verið skilgreindur sem hvert góðverk sem við vinnum, brosið sem við sendum öðrum, faðmlög sem við gefum þeim sem búa við sorg, huggun þá sem syrgja og gjafmildi til þeirra sem þarfnast. Að mínum dómi er mikilvægasta skilgreining á kærleika umhyggja okkar fyrir öðrum.  
19.6.2013
    Kærleiksmessa á jónsmessu
13.6.2013
  Axel F Sigurðsson hjartalæknir gefur hér góð ráð um næringu fyrir og meðan á golfhring stendur. sjá nánar á mataræði.is    
3.6.2013
Lexía: Okv 9.10-12 Að óttast Drottin er upphaf spekinnar og að þekkja Hinn heilaga er hyggindi. Með mínu fulltingi verða dagar þínir margir og árum lífs þíns fjölgar. Sértu vitur verður vitið þér til góðs en sértu spottari þá mun það bitna á þér einum.
29.5.2013
Á sjómannadaginn verður sjómannamessa í Bústaðakirkju kl. 11.00 árdegis. Kirkjukór Bústaðakirkju syngur, organisti er Jónas Þórir og þau flytja tónlist í tilefni sjómannadagsins. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson Heitt á könnunni og Sæmundur mætir bæði í sparifötum og án sparifata.

Pages