Fréttasafn

13.1.2014
fyrsti fundur ársins er í kvöld í Bústaðakirkju kl 20:00 við ætlum að spjalla og spila líka bingó. Kaffi og vöfflur. Allar konur velkmonar.
8.1.2014
Fyrsta samvera ársins verðu miðvikudaginn 8. janúar. Gestur verður séra Árni Svanur Daníelsson. En hann leysir af hér í kirkjunni á meðan sr. Pálmi Matthíasson er í námsleyfi. Hlökkum til að sjá ykkur, kaffið verður á sínum stað og hægt er að hringja og panta bíl fyrr um morguninn. Gjaldskrá er sú sama.
2.1.2014
Sunnudaginn 5. janúar verður mikið um að vera í Bústaðakirkju. Klukkan 11 um morguninn verður fyrsta barnamessa ársins verður klukkan 11. Bára og Daníel Ágúst og sr. Árni Svanur leiða barnamessuna og Antonía Hevesi leikur á píanó. Allir krakkar og vinir þeirra eru velkomnir.  
1.1.2014
Sr. Pálmi Matthíasson verður í námsleyfi í janúar og febrúar 2014. Sr. Árni Svanur Daníelsson gegnir þjónustu í hans stað. Velkomið er að senda tövupóst til sr. Pálma ef einhver erindi eru á netfangið palmi@kirkja.is annars eru frekari upplýsingar í Bústaðakirkju í síma 553 8500.
27.12.2013
29. desember, sunnudagur, kl. 14   Jólatrésfagnaður , gengið í kringum jólatré, sveinki og félagar koma í heimsókn, allir velkomnir meðan húsrúm  leyfir. Hefst með helgistund í kirkjunni kl. 14:00  
27.12.2013
31. desember, gamlársdagur Aftansöngur kl. 18:00. Einsöngur hjónin Rósalind Gísladóttir og Gunnar Kristmansson Kantor Jónas Þórir og prestur Pálmi Matthiasson. 1. janúar, nýársdagur Öðruvísi messa kl. 14:00 með Agga sly og Tamlasveitinni.
19.12.2013
22. desember, sunnudagur Fjölskyldumessa kl. 11:00 í anda jóla með fjölbreyttum söng og jólasögum. Stund fyrir alla fjölskylduna þar sem ungir sem eldri finna eitthvað við sitt hæfi. Ein messa þennan dag.
19.12.2013
24. desember, aðfangadagur jóla Aftansöngur kl. 18:00. Tónlist í flutningi kórfélaga frá kl. 17:15.   Einsöngvari Kristján Jóhannsson. Trompetleikari Gunnar Óskarsson. 25. desember, jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00.
19.12.2013
Kór Bústaðakirkju syngur í öllum athöfnum. Einsöngvarar verða: Kristján Jóhannsson á aðfangadag kl. 18:00 og trompetleikari Gunnar Óskarsson. Auk þess flytja einsöngvarar úr kórnum tónlist fyrir athöfn.  
19.12.2013
  Það er mikið þakkarefni þegar menn leggja kirkjunni okkar lið með ýmsum hætti.

Pages