Fréttasafn

22.7.2014
Sumarmessa sunnudaginn 27. júlí kl. 11:00 Morgunstund með lofgjörð og hvetjandi orðum. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Guðspjall dagsins er kristniboðsskipunin. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris. Þetta er 6. sunnudagur eftir þrenningarhátíð og litur messuklæða er grænn.
16.7.2014
Sumarmessa sunnudaginn 20. júlí kl. 11:00 Morgunstund með lofgjörð og hvetjandi orðum. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Guðspjall dagsins fjallar um köllun postulanna, sem voru fiskimenn við Genesaretvatn og hlutverk þeirra í uppbyggingu kirkjunnar. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris.
10.7.2014
Morgunstund með lofgjörð og hvetjandi orðum. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Guðspjall dagsins fjallar um miskunnsemi og dæmisagan er um flísina og bjálkann. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jón Bjarnsonar. Þetta er 4. sunnudagur eftir þrenningarhátíð og litur messuklæða er grænn.
3.7.2014
Nú bregðum við undir okkur betri fætinum og förum í göngumessu. Farið verður frá kirkjunni kl. 11:00 og fólk beðið að vera klætt í samræmi við veður. Þetta verður létt ganga niður í Elliðaárdalinn og það verður áð á leiðinni og lesið úr ritningunni og hlýtt á hugleiðingu. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni verður göngustjóri ásamt messuþjónum í göngumessunni sem tekur um klukkustund.
23.6.2014
Morgunmessa sunnudaginn 29. júní Það er gott að heilsa deginum og kíkja í kirkjuna sína Guðsþjónusta kl. 11:00 Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Þetta er 2. sunnudagur eftir þrenningarhátíð og litur messuklæða er grænn.
22.6.2014
Verið hjartanlega velkomin í morgunmessu kl. 11:00. Félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn, organisti er Jónas Þórir. Messuþjónar aðstoða og hafa heitt á könnunni eftir messu.   Þetta er 1. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Litur messuskrúða er grænn.  
11.6.2014
Messa klukkan 11:00 sunnudaginn 15. júní,  Þrenningarhátíð,  trinitatis. Fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu. Kór Bústaðakirkju syngur organisti er kantor Jónas Þórir. Messuþjónar aðstoða, prestur sr. Pálmi Matthíasson Molasopi í safnaðarheimili eftir messu.
2.6.2014
Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag kl. 11:00 Félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn. Organisti er kantor Jónas Þórir. Prestur sr. Pálmi Matthíasson.  Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir messu.
26.5.2014
                      UPPSTIGNINGARDAGUR  DAGUR ELDRI BORGARA        Messa í  Bústaðakirkju klukkan 14.00. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, prédikar.
25.5.2014
Djáknamessa verður í næsta sunnudag 25. maí  kl 11:00. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni þjónar fyrir altari, messuþjónar lesa ritningartexta, Helga Vilborg Sigurjónsdóttir sér um undirleik og stjórn á almennum söng. Allir hjartanlega velkomnir.  Það verður heimilsilegur bragur á þessu hjá okkur og molasopi eftir messuna. Hlökkum til að sjá sem flesta.  

Pages