Fréttasafn

22.5.2019
Gospelkór Árbæjar og Bústaðakirkju verður með vortónleikas sína í Búsaðakirkju kl 19:30 miðvikudaginn 22. maí. Kórinn syngur útrval laga undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur. Jónas Þórir og hljómsveit sjá um undirleik. Allir hjartnalega velkomnir. Verð 3000 kr
15.5.2019
Lagt verður af stað frá Bústaðakirkju kl 13:00. Farið verður á Eyrarbakka og hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún taka á móti okkur með fróðleik og söng, kaffi verður snætt þar. Þaðan verður haldið á Selfoss og kvenfataverslunin Lindin heimsótt. Síðasta stop er svo Heklusetrið Leirubakka þar sem við skoðum Heklusýninguna og fáum súpu og nýbakað brauð.
13.5.2019
Fundur fellur niður í maí, stemmt er á að fara í ferð í byrjun september. Nánar verður auglýst um það síðar á facebook síður kvenfélagsins. Stjórn kvenfélags Bústaðasóknar
12.5.2019
ÚT Í VORIÐ - Göngumessa kl. 11:00 undir leiðsöng Daníels Ágústs. Gengið verður í Elliðaárdalinn og áð á nokkrum stöðum með ritningarlestri og hugleiðingu. Gangan tekur um klukkustund og hressing í safnaðarheimilinu að lokinni göngu.  
8.5.2019
Félagsstarfið verður á sínum stað kl 13:00, við ætlum að grilla pylsur og syngja vorið inn. Hlökkum tll að sjá ykkur sem flest. Starfsfólk Bústaðakirkju
5.5.2019
Fjölskyldumessa og lok barnastarfs kl. 11:00. Grill og leikir. Barnakórar kirkjunnar undir stjórn Svövu Kristínar. Hólmfríður djákni, Daníel Ágúst, Sóley Adda og Jónas Þórir. Messuþjónar aðstoða.  
28.4.2019
Barnamessa KL. 11:00. Fræðandi, glaðleg og notaleg samvera fyrir alla fjölskuylduna. Umsjón Daníel Ágúst,  Sóley Adda og Jónas Þórir.   Guðsþjónusta kl. 14:00. Frímúrarakórinn syngur undir stjórn Jónasar Þóris. Prestur sr. Hjálmar Jónsson. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir messu.  
21.4.2019
Djáknaguðsþjónusta kl. 11:00  Hólmfríður Ólafsdóttir djákni leiðir stundina og flytur hugleiðingu. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir stundina.  
17.4.2019
Það er páskafrí í félagsstarfinu á morgun 17. apríl en á síðasta vetrardag þann 24. apríl verður mikið fjör og gaman. Við kveðjum veturinn með stæl og bjóðum uppá íslenska kjötsúpu og skemmtiatriði. Stundin hefst kl 12:30 með súpunni og síðan fáum við góðan gest í heimsókn hann Björgvin Franz Gíslason leikara.

Pages