Fréttasafn

22.11.2017
Félagsstarf eldriborgara er á sínum stað á miðvikudögum kl 13:00. Spil, handavinna, framhaldssaga og kaffið góða frá stelpunum í eldhúsinu. í Þetta sinn kemur Þórey Dögg Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastdæmana í heimsókn. Hún ætlar að vera með hugleiðingu og bæn og gamanmál yfir kaffibollanum. hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Bústaðakirkju.
20.11.2017
Við fáum góðan gest til okkar í prjónakaffið, hún Ágústa frá gusta.is kemur með garnið sitt fína "Mosa mjúkull" MOSA mjúkull er nýtt íslenskt garn. Einstök blanda af íslenskri ull og alpakka frá Perú skapar mjúka, hlýa og slitsterka samsetningu sem á sér enga líka í heiminum. Kaffið verður á sínum stað,hlökkum til að sjá ykkur sem felst. Hólmfríður djákni
19.11.2017
Bústaðakirkja 19. nóvember Barnamessa kl. 11:00. Leiksýning "Ósýnilegi vinurinn" eftir Kari Vinje, leikhópurinn Stoppleikghúsið sýnir.  Hólmfríður Ólafsdóttir djákni og  Jónas Þórir leiða stundina.  
15.11.2017
Félagsstarfið er frá kl 13:00-16:00 á miðvikudögum. Spilað, skrafað, kræsingar úr eldhúsinu og Ármann Reynisson kemur með Vinetturnar sínar í heimsókn. Allir hjartanlega velkomnir.
13.11.2017
Fundur í kvöld mánudag kl 20:00, sjáumst hressar.
8.11.2017
Félagsstarf eldriborgara er á miðvikudögum kl 13:00-16:00. Góður félagsskapur, spilað, unnin handavinna, hugvekja og bæn. Kaffið góða frá þeim í eldhúsinu. á miðvkudaginn 8. nóvember kemur Svava Kristín Ingólfsdóttir til okkar með nokkra krakka úr barnakórum. Þau syngja fyrir okkur og Jónas Þóri spilar undir. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Starfsfólk Bústaðakirkju
1.11.2017
Félagsstarfið verður á sínum stað kl 13:00 á miðvikudaginn. Spilað, handavinna, framhaldssaga. Spilað verður Bingó og fyrir kaffið verður hugleiðing og bæn. hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Starfsfólk Bústaðakirkju.
27.10.2017
Karlakaffi verður á föstudaginn kl 10:00. Níels Árni Lund kemur og segir frá bók sinni " Af heimaslóðum", kaffi og vínarbrauð. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni sér um stundina. Heldri karlar velkomnir í morgunkaffi. Starfsfólk Bústaðakirkju
25.10.2017
Félagsstarfið er að sínum stað á miðvikudögum, við byrjum inni í kirkju á miðvikudaginn þar sem Bergþór Pálsson og Egill Ólafsson flytja nokkur valin lög og Jónas Þórir spilar undir. Súpa og brauð á eftir í safnaðarsal.  Félagsstarfið heldur áfram í safnaðarsal og við fáum góða gesti um kl þrjú.
25.10.2017
Bergþór Pálsson og Egill Ólafsson syngja á hádegistónleikum kl 12:10 á miðvikudaginn en þetta eru fjórðu tónleikarnir í "bleikum október" listamánuði Bústaðakirkju og jafnframt þeir síðustu að þessu sinni. Jónas Þórir kantor verður við píanóið með þeim félögum. Súpa og brauð í safnaðarsal á eftir.

Pages