Fréttasafn

19.12.2017
  24. desember aðfangadagur Jólastund fyrir þau yngstu kl. 11:00 Söngur, jólasögur og samvera fyrir alla fjölskylduna. Hreiðar Örn, Ragnar Bjarni, Jónas Þórir og sr. Pálmi.   24. desember, aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18:00
13.12.2017
Jólasamvera eldriborgara verður í kirkjunni kl 14:00 miðvikudaginn 13. desember. Falleg jólastund í kirjunni og hátíðarkaffi á eftir í safnaðarsal. Allir hjartanlega velkomnir. Starfsfólk Bústaðakirkju
11.12.2017
Kvenfélagið heldur jólafund sinn á mánudagskvöldið 11. desember kl 19:30, húsið opnar kl 19:00. Jólamatur, happadrætti og jólasöngvar. Gestir eru velkomnir á fundinn en þurfa að skrá sig fyrir föstudaginn 8. des hjá kirkjuverði í síma 5538500. Hlökkum til að sjá sem flesta. Stjórn kvenfélags Bústaðasóknar
6.12.2017
Á miðvikudaginn fáum við Guðmund Brynjólfsson djákna og rithöfund í heimsókn. Hann mun lesa upp úr bók sinni "Tímagarðurinn" sem kom út nú í haust. Jólaföndrið heldur áfram og að sjálfsögðu verður spilað og skrafað. Kaffið á sínum stað og sóknarprestur verður með hugleiðingu og bæn. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Starfsfólk Bústaðakirkju.
3.12.2017
Aðventuhátíð Bústaðakirkju á sunnudaginn 3. desember  
29.11.2017
Félagsstarfið er kl 13:00, á morgun miðvikudaginn 29. nóvember verður boðið uppá föndur úr þæfðri ull, gerð verða epli og jólasveinar, einnig verður boðið upp á koratgerð. framhaldssaga, sóknarprestur verður með hugvekju og bæn. Kaffið á sínum stað frá stelpunum í eldhúsinu og auðvitað verður spilað. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Bústaðakirkju
24.11.2017
Morgunkaffi fyrir heldri karlmenn í safnaðarsal kl 10:00, föstudaginn 24. nóvember. Hugguleg stemning á síðasta karlakaffi fyrir jól. Pétur Bjarnason kemur og verðu með gamanmál. En hann hefur gefið út t.d Vasapési partýljónsins. Hlökkum til að sjá ykkur Starfsfólk Bústaðakirkju

Pages