Fréttasafn

23.2.2018
Karlakaffi er fyrir alla heldri karlmenn sem hafa gaman af því að hittast og skrafa saman yfir góðu kaffi og kruðeríi. Samveran er í safnaðarsal Bústaðakirkju. Hólmfríður djákni tekur á móti ykkur og sér um stundina, hún verður með erindi um „líf án kvartana“. Hlökkum til að sjá ykkur karlar.
21.2.2018
Félagsstarfið er á miðvikudögum frá kl 13-16, spil, handavinna, sóknarprestur er með hugleiðingu og bæn. Framhaldssagan lesin og kaffið góða á sínum stað, á morgun verður Hólmfríður djákni með stutt erindi yfir kaffinu. Hlökku til að sjá ykkur sem flest. Hægt er að panta bíl að morgni, þá þarf að hringja fyrir kl 11:00 og panta far, síminn er 5538500
21.2.2018
Við erum mætt í kirkjuna og það er til heitt kaffi og eitthvað gott með því. Þið metið svo hvort að þið treystið ykkur eða ekki, farið bara varlega í umferðinni.
19.2.2018
Prjónakaffi mánudaginn kl 20:00, góð samvera með skemmtilegu fólki, kaffi að hætti kvenfélagskvenna. Allir hjartanlega velkomnir.
14.2.2018
Félagsstarfið er á miðvikudögum frá kl 13-16, spil,handavinna,spjall og söngur. Sóknarprestur er með hugvekju og bæn, kaffið góða á sínum stað. Næsta samvera ber uppá öskudag og þá ætlum við að gera okkur dagamun og mæta öll með skemmtilega hatta, hattadagur. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, stundin er í umsjá Hólmfríðar djákna.
12.2.2018
  25.3.2018        13:00               Aðalheiður U. Sigurbjörnsdóttir        Logalandi 14                                               Alexander Ársæll Líndal Logason     Hólmgarði 12 25.3.2018        10:30               Alexander Már Snæbjörnsson            Bústaðavegi 79
11.2.2018
Við erum mætt hér í Bústaðakirkju og tökum á móti þeim er koma í barnamessu kl. 11:00. Biðjum foreldra engu að síður að fylgja börnum sínum.   Tökum stöðuna í hádeginu varðandi messuna kl. 14:00
11.2.2018
 Það verður guðsþjónusta í dag kl. 14:00 eins og ráðgert var. Í messunni verða tvær skírnir og þær fjölskyldur vilja halda áætlun og mæta.   Í morgun var barnamessa kl. 11 og það voru trúir og tryggir kirkjugestir sem mættu og sungu saman.   Textar í messunni eru þessir:

Pages