Fréttasafn

9.10.2019
 Hádegistónleikar í bleikum október kl 12:05 og súpa í safnaðarsal á eftir. Sigurbjörn Þorkelsson les eigin trúarljóð og Laufey Geirlaugsdóttir sópran flytur lög við undirleik Jónasar Þóris.  Félagsstarfið heldur svo áfram eftir hádegið, á morgun verður farið aftur í tímann, skoðaðar gamlar myndir og munir. Kaffið og meðlætið verður með gammeldags blæ.
7.10.2019
Listahátíð barnanna kl. 11:00 Barnakórar og ungt listafólk kemur fram í messunni. Föndur og snarl í háderginu. Fjölbreytt og gefandi stund fyrir alla fjölskylduna. Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi.   Guðsþjónusta kl 14:00 Liður í bleikum október í Bústaðakirkju.
7.10.2019
    Hádegistónleikar miðvikudag kl. 12:05 Sungið og ljóðað. Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur les eigin ljóð og Laufey Geirlaugsdóttir sópran og Jónas Þórir flytja tónlist milli lestra.  Súpa í safnaðarheimilinu eftir stundina. Allir velkomnir.  
3.10.2019
Barnastarf kl. 11:00 Fjölbreytt og gefandi stund fyrir alla fjölskylduna. Hressing eftir stundina Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi.   Guðsþjónusta og innsetning kl 14:00 Liður í bleikum október í Bústaðakirkju. Kristján Jóhannsson og Tónbræður syngja, Jónas Þórir við hljóðfærið.
30.9.2019
Bleikur október, hédegistónleikar miðvikudaginn 16. október með hádegistónleikum kl 12:05. Lögin hans Atla Heimis. Kammerkór Bústaðakirkju og kantor Jónas Þórir. Frítt er á tónleikana og boðið verður upp á súpu í safnaðarsal eftir tónleikana. Frjáls framlög fyrir súpuna. Allan október verða  tónleikar í hádeginu á miðvikudögum, messurnar í október verða einnig með fjölbreyttu sniði.
25.9.2019
Haustferð Eldriborgarastarfs Bústaðakirkju og Grensáskirkju Fyrirtækið Flúðasveppir heimsótt og snætt á Farmers Bistro, boðið upp á ýmislegt gómsætt sem ræktað er á staðnum. Keyrt í gegnum Þingvelli á leið heim og haustlitirnir skoðaðir. Verð 5000 kr Fararstjórar: Hólmfríður djákni og María prestur 25. september Brottför kl.12:30 frá Grensáskirkju og kl.
23.9.2019
Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og dr. María Ágústsdóttir kjörnar í Fossvogsprestakall. Þær þjóna í báðum sóknum prestakallsins Bústaðasókn og Grensássókn. Umsóknarfrestur um tvær stöður presta í kallinu rann út 1. ágúst s.l.
23.9.2019
Eva Björk Valdimarsdóttir er fædd og uppalin á Akureyri og er dóttir hjónana Soffíu Pálmadóttur og Valdimars Sigurgeirssonar. Hún er gift Ólafi Elínarsyni sviðsstjóra markaðsrannsókna hjá Gallup og eiga þau tvö börn. Hún hefur verið héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra undanfarin tvö ár en áður var hún prestur í Keflavíkurkirkju. Eva Björk er með B.A.
23.9.2019
Sr. María, sr. Eva Björk, sr. Pálmi, Hólmfríður djákni og Daníel djákni eru til þjónustu í nýju Fossvogsprestakalli.

Pages