Fréttasafn

16.9.2019
Þessi helgi var viðburðarrík í Fossvogsprestakalli. Víkingur varð bikarmeistari         og æskulýðsleiðtoginn Daniel Ágúst  
15.9.2019
Barnamessur alla sunnudaga kl. 11:00 Almennar messur alla sunnudaga kl. 14:00 Barnamessur eru góðar fjölskyldustundir þar sem börn, foreldrar og afar og ömmur koma saman til að syngja, fræðast og njóta. Allir eru velkomnir. Boðið er upp á hressingu eftir stundina. Í barnamessum þjóna Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og sr. Pálmi
13.9.2019
Fyrsta karlakaffi haustsins er á föstudagsmorgun 13.sept kl 10:00, góð morgun stund í kapellu við safnaðarsal. Hólmfríður djákni sér um stundina og býður upp á rjúkandi heitt kaffi og með því. Kynnt verður dagskrá vetrarins. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Bústaðakirkju
11.9.2019
Félagsstarf eldriborgara hefst 11. september í safnaðarsal Bústaðakirkju kl 13:00. Spil, handavinna, hugleiðing og bæn. Sigurbjörg töfrar fram kræsingar í eldhúsinu og Jónas Þórir verður við píanóið. Hólmfríður djákni sér um stundina og kynnir starf vetrarins. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
4.9.2019
Kæru fermingarbörn   Takk fyrir frábæra samveru á námskeiðinu í ágúst og ekki síður hve mörg ykkar hafið verið dugleg að koma í messur eftir námskeiðið.     Nú breytist messutíminn í Bústaðakirkju frá og með næsta sunnudegi 8. september.  
26.8.2019
Kvöldmessa á ljúfum og léttum nótum sunnudag kl. 20:00 Jónas Þórir og félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn.
20.8.2019
Kvöldmessa á ljúfum og léttum nótum kl. 20:00 Antonia Hevesi og félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn.
18.8.2019
Létt og skemmtileg tónlist í flutningi félaga úr kór Bústaðakirkju undir stjórn Jónasar Þóris. Trompetleikur Gunnar Kristinn Óskarsson,  messuþjónar aðstoða.  sr. Pálmi Matthíasson og sr. María Ágústsdóttir þjóna fyrir altari. Fermingarbörn vetrarins í Fossvogsprestakalli eru sérstaklega boðin velkomin, fundur verður með fermingarbörnum og foreldrum þeirra eftir messuna.
11.8.2019
Kvöldmessa sunnudag kl. 20:00
8.8.2019
Kvöldmessa á ljúfum nótum sunnudag kl. 20:00 Félagar úr kór Bústaðakirkju leiða sönginn undir stjórn Jónasar Þóris. Messuþjónar og sr. Pálmi annast þjónustu. Hressing eftir messuna. Allir velkomnir

Pages