Fréttasafn

10.10.2018
Félagsstarf eldriborgara Starfið hefst kl 12:00 með tónleikum í kirkjunni Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju stíga á stokk. Marteinn Snævarr Sigurðsson, Una Dóra Þorbjörnsdóttir og Ísabella Leifsdóttir syngja. Jónas Þórir spilar undir. Félgasstarfið heldur síðan áfram í safnaðarsal eins og vant er, kaffi, framhaldssagan oghugleiðing. Myndasýning frá starfinu yfir kaffibollanum.
8.10.2018
Fyrsti fundur haustsins hjá kvenfélaginu er mánudagskvöldið 8. október kl 20:00, kaffiveitingar að hætti kvenfélagskvenna. Guðríður Gyðar Halldórsdóttir fræðir okkur um ilmolíur og gagnsemi þeirra og segir okkur einnig frá nýútkominni bók sinni. Hlökkum til að sjá sem flestar konur, nýjar konur alltaf velkomnar. Stjórn Kvenfélags Bústaðasóknar.
4.10.2018
Barnastarf alla sunnudaga kl. 11:00 í Bústaðakirkju fyrir Grensás- og Bústaðasóknir Fræðandi og glaðlegar samverustundir með söng og leik. Brúðuleikhús, ratleikir, spurningaleikur, bænir, söngur, tónlist, gestir. Umsjón Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi Samvera fyrir alla fjölskylduna     Guðsþjónusta kl. 14:00
3.10.2018
Félagsstarfið byrjar kl 12:00 á miðvikudaginn 3. okt með tónleikum í kirkjunni, þetta er hluti af listamánuði í Bústaðakirkju sem við köllum bleikan október. Með bleikum október viljum við minna á hið góða starf Krabbameinsfélagsins.
3.10.2018
Bleikur október er listamánuður í Bústaðakirkju og er þetta í fimmta skiptið sem sem hann er haldinn. Tónleikar verða í hádeginu á hverjum miðvikudegi kl 12:05, boðið verður uppá súpu í safnaðarsal á eftir. Frítt er inn á tónleikana og frjáls framlög eru fyrir súpuna.
26.9.2018
Barnastarf alla sunnudaga kl. 11:00
21.9.2018
BARNASTARF ALLA SUNNUDAGA KL. 11:00
21.9.2018
Nú er framundan ferðin okkar í Vatnaskóg 24.-25. sept. mánudag og þriðjudag. 
19.9.2018
fyrsta samvera haustsins í safnaðarsal. Qi gong, Inga Björk Sveinsdóttir kynnir. Jónas þórir mætir og spilar. sóknarprestur verður með hugleiðingu og bæn, kaffið góða frá Sigurbjörgu í eldhúsinu og Hólmfríður djákni stýrir starfinu. Allir hjartanlega velkomnir.
17.9.2018
Fyrsta prjónakaffi haustsins verður á mánudaginn 17. sept kl 20:00, við fáum góða gesti í heimsókn frá Hob prjónatöskum sem ætlar að sýna okkur hennar vörur á samt prjónamerkjum. kaffi að hætti kvenfélagskvenna. Hlökkum til að sjá ykkur.

Pages