Vorferð prjónakaffisins

22.5.2018

Vorferð prjónakaffisins verður farin þriðjudaginn 22. maí, brottför frá Bústaðakirkju kl 18:00. Við munum heimsækja Garnverksmiðjuna Uppspuna, sem vinnur úr íslenskri ull og síðan verður kvöldverður snæddur í Skyrgerðinni í Hveragerði. Það kostar 2500 kr í rútuna, 800 kr f. skoðunarferðina í Uppspuna og kvöldverðurinn kostar 3450 grill hlaðborð að hætti Skyrgerðarinnar. samtals er kostnaðurinn 6750 kr.Skráning er í Bústaðakirkju í síma 553-8500 eða senda Hólmfríði djákna póst, holmfridur(hjá)kirkja.is.
Hlökkum til að sjá ykkur