TVÆR MESSUR - TVÆR KIRKJUR

27.2.2019

Næsta sunnudag æskulýðsdaginn verður barna- og fjölskyldumessan kl. 11 í Grensáskirkju og messan kl. 14:00 í Bústaðakirkju

Samstarf Grensáskirkju og Bústaðakirkju.

Litrík fjölskylduguðsþjónustu í Grensáskirkju kl. 11. Þetta er sameiginlegt verkefni Bústaða- og Grensássafnaða og af því tilefni syngja barnakór og stúlknakór Bústaðakirkju undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttur. Ásta Haraldsdóttir leikur undir og félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða almennan söng. Daníel Ágúst Gautason, sameiginlegur æskulýðsfulltrúi safnaðanna, leiðir stundina og honum til aðstoðar eru krakkar úr fermingarhópum vorsins. Messuhópur 4 hefur til hressingu fyrir börn og fullorðna og sr. María og sr. Pálmi verða einnig á svæðinu. Verið velkomin öll. Lífið er í lit!

 

 

Æskulýðsmessa í Bústaðakirkju kl. 14:00. Þar talar Daníel Ágúst Gautason og Jónas Þórir og kórfélagar sjá um létta og skemmtilega tónlist. Ungmenni úr fermingarhópum vorsins aðstoða ásamt messuþjónum. Hressing eftir messu. Prestur sr. Pálmi. Allir velkomnir.