Stofnun áhugamannakórs í Bústaðakirkju

20.8.2018

Auglýsing – stofnun áhugamannakórs við Bústaðakirkju.

Nú í haust stendur til að stofna áhugamannakór við kirkjunna okkar, Bústaðakirkju. Æfingar yrðu á miðvikudögum kl. 18.30-20.00 og stjórnandi kórsins yrði kantor kirkjunnar Jónas Þórir.
Kórnum er ætlað að vera lifandi afl í starfi kirkjunnar og koma að messusöng, 1-2 í mánuði og halda vortónleika.
Allir þeir sem hafa áhuga á söng fá raddkennslu og kennslu í nótnalestri.

Í vetur verður t.d. farið í að æfa létta trúartónlist(gospel)og fallega nýja sálma sem verða útsettir sérstaklega fyrir kórinn.

Fyrsta æfing verður miðvikudaginn 12. september.

Þeir sem hafa áhuga láti vita með því að senda netpóst á jonasthorir@simnet.is