Starfið í barnakórum að hefjast

23.8.2018

Barna- og Stúlknakór Bústaðakirkju byrja æfingar miðvikudaginn 5. september
Barnakór er fyrir 5 – 8 ára gömul börn og æfir Miðvikudaga kl. 16:15 – 17:00
Stúlknakór er fyrir 9 ára og eldri og æfir Miðvikudaga kl. 17:10 – 18:10
Eins og fyrri ár þá munu kórarnir æfa fjölbreytt lög bæði veraldleg og kirkjuleg frá mörgum heimshornum og læra að syngja í röddum og við mismunandi rythma.
Börnin fá þjálfun í heilbrigðri raddbeitingu, söng og samhljóm og fá fjölmörg tækifæri í að koma fram auk þess sem Stúlknakórinn hefur nú hug á því að fara söngferðalag til Ítalíu sumarið 2019.
Kórstjóri barnakóra er Svava Kristín Ingólfsdóttir og undirleikari er Jónas Þórir. Skráning og nánari upplýsingar er á svavaki@simnet.is og í síma 867 7882