Sjómannamessa kl. 11:00

29.5.2018

SJÓMANNALÖG Í

SJÓMANNAMESSU Í BÚSTAÐAKIRKJU

 

 

         Á sjómannadaginn verður sjómannamessa í Bústaðakirkju kl. 11.00 árdegis.

Kirkjukór Bústaðakirkju syngur, organisti er Jónas Þórir og þau flytja tónlist í tilefni sjómannadagsins. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson.

Eftir messu er heitt á könnunni og við bjóðum upp á Sæmund í sparifötunum.

         Sjómannadagurinn er hátíðardagur íslenskra sjómanna og fjölskyldan þeirra. Fögnum með þeim og syngjum Guði lof og dýr í tilefni dagsins.

         Bústaðakirkja og söfnuður hennar árna íslenskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra heilla og blessunar Guðs og býður þau velkomin til sjómannamessunnar.