Messur sunnudaginn 27. janúar

27.1.2019

Sunnudagur 27. janúar 2019

Sunnudagaskóli kl. 11:00 Fjölbreytt tónlist og fræðandi starf fyrir börnin. Daníel Ágúst, Sóley Adda, Antonía og Pálmi leiða samveruna. Foreldrar og afar og ömmur hvött til þátttöku með börnunum.

Guðsþjónusta kl. 14:00

Kór Bústaðakirkju syngur, Antonia Hevesi við hljóðfærið. aðstoða Messuþjónar aðstoða. Prestur sr. Pálmi Matthíasson.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Fyrri ritningarlesturinn þessum 3. sunnudegi eftir þrettánda er úr Hósea 2. kafla versum 20-25
Á þeim degi geri ég sáttmála fyrir Ísraelsmenn
við dýr merkurinnar og fugla himinsins og skriðdýr jarðarinnar
og eyði boga, sverði og stríði úr landinu
og læt þá búa óhulta.
Ég festi þig mér um alla framtíð,
ég festi þig mér í réttlæti, réttvísi, kærleika og miskunnsemi,
ég festi þig mér í tryggð,
og þú munt þekkja Drottin.
Á þeim degi mun ég bænheyra, segir Drottinn,
ég mun bænheyra himininn
og hann mun bænheyra jörðina
og jörðin mun bænheyra kornið,
vínið og olíuna,
og þau munu bænheyra Jesreel
og mín vegna mun ég sá henni í landið.
Ég mun sýna Miskunnarvana miskunn
og segja við Ekki-lýð-minn: „Þú ert lýður minn,“
og hann mun segja: „Þú ert Guð minn.“

 

“Þannig hljóðar hið heilaga orð.  / Guði sé þakkargjörð.

 

Síðari ritningarlesturinn er úr Hebreabréfinu 11. kafla versum 1- 3 og 6.

Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá. Fyrir trú hlutu mennirnir fyrr á tíðum velþóknun Guðs.
Fyrir trú skiljum við að Guð skapaði heimana með orði sínu og að hið sýnilega varð til af hinu ósýnilega.
Ógerlegt er að þóknast Guði án trúar því að sá sem vill nálgast Guð verður að trúa því að hann sé til og að hann umbuni þeim er leita hans.

 

Þannig hljóðar hið heilaga orð.  /  Dýrð sé þér Drottinn.

 

Guðspjall dagsins er frá Lúkasi 17. kafla versum 5 – 10.

Postularnir sögðu við Drottin: „Auk oss trú!“
En Drottinn sagði: „Ef þér hefðuð trú eins og mustarðskorn gætuð þér sagt við mórberjatré þetta: Ríf þig upp með rótum og fest rætur í sjónum, og það mundi hlýða yður.
Hafi einhver yðar þjón, er plægir eða hirðir fénað, segir hann þá við hann þegar hann kemur inn af akri: Kom þegar og set þig til borðs? Segir hann ekki fremur við hann: Bú þú mér kvöldverð, tak þig til og þjóna mér meðan ég et og drekk, síðan getur þú etið og drukkið. Og er hann þakklátur þjóni sínum fyrir að gera það sem boðið var? Eins skuluð þér segja, þá er þér hafið gert allt sem yður var boðið: Ónýtir þjónar erum vér. Vér höfum gert það eitt sem oss bar að gera.“

 

Þannig hljóðar hið heilaga guðspjall. / Lof sé þér Kristur.