KÆRLEIKSMESSA KL. 11:00

22.8.2018

Kærleiksmessa kl. 11:00 á degi kærleiksþjónustunnar.

Hólmfríður Ólafsdóttir djákni prédikar. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn kantors Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson.

Heitt á könnunni eftir messu.

 

 

Sunnudagur 26. ágúst er dagur diakoniunnar, kærleiksþjónustunnar, er þrettándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Hér eru textar dagsins:

1. Mós. 4.3-16a. Kain og Abel

1. Jóh. 4.7-11. Kærleikur Krists

Lúk. 10.23-37. Miskunnsami Samverjinn.