Fjölskyldu guðsþjónusta kl 11:00

13.5.2018

Það verður fjör á sunnudaginn kemur, þá breytist messutíminn hjá okkur í sumartíma. þ.e messurnar verða kl 11:00 í sumar, nema annað sé auglýst. Við ætlum að kveðja veturinn með pompi og prakt og eiga saman létta og skemmtilega stund í kirkjunni, krakkar úr barnakórnum koma og syngja.  þegar stundinni í kirkjunni er lokið bíða grillaðar pylsur handa öllum í safnaðarsalnum.  Kjörið að mæta með börnin og barnabörnin í messu og eiga góða stund saman í kirkjunni okkar, en við minnum á að þetta er fyrir alla aldurshópa, unga sem aldna.

Allir hjartanlega velkomnir