Fermingarmessur sunnudaginn 25. mars

25.3.2018

Það verða tvær fermingarmessur í Bústaðakirkju á sunnudaginn. Fyrri messan er kl 10:30 og seinni er kl 13:00.

Séra Pálmi Matthíasson þjónar fyrir altari ásamt Hólmfríði Ólafsdóttur djákna, kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors og fermingarbörn lesa ritningalestra.

Allir hjartanlega velkomnir í fermingarmessurnar.