Félagsstarf eldriborgara, pylsugrill á morgun miðvikudag kl 13:00

16.5.2018

Við höldum áfram að grilla í Bústaðakirkju, á sunnudaginn var grilluðum við fyrir börnin en á miðvikudaginn munum við grilla fyrir eldriborgara. Gjaldið er það sama og hefur verið fyrir kaffið í vetur eða 500 kr. Félagsstarfið heldur svo áfram eins og vant er eftir grillið og boðið verður uppá kaffi og konfekt.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.  Við minnum á að skráning í vorferðina er í fullum gangi og síðasti skráningardagur er 22. maí. farið verður 23. maí

Starfsfólk  Bústaðakirkju