Félagsstarf eldriborgara hefst með haustferð 12. september

27.8.2018

Félagsstarfið hefst með haustferð eins og vant er. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 13:00. Leiðin liggur á suðurland. Komið verður við í spunaverksmiðjunni Uppspuna, en þau framleiða garn úr íslenskri ull og vinna bandið og lita. Síðan verður haldið aðeins austar og niður í Þykkvabæinn þar sem drukkið verður kaffi og með því á Hótel Vos, stoppað verður í hannyrðabúðinni á Selfossi á leiðinn heim. Áætluð heimkoma verður á milli 17-18. Verð 6000 kr Skráning er hjá Hólmfríði djákna í síma 5538500 eða holmfridur@kirkja.is