Félagsstarf eldriborgara

17.4.2019

Það er páskafrí í félagsstarfinu á morgun 17. apríl en á síðasta vetrardag þann 24. apríl verður mikið fjör og gaman. Við kveðjum veturinn með stæl og bjóðum uppá íslenska kjötsúpu og skemmtiatriði. Stundin hefst kl 12:30 með súpunni og síðan fáum við góðan gest í heimsókn hann Björgvin Franz Gíslason leikara. Hann mun skemmta okkur ásamt Jónasi Þóri kantor kirkjunnar.  Best er að láta skrá sig í súpuna en það kostar fyrir herlegheitin 2500kr s.s súpa og skemmtun, skráning í kirkjunni í síma 5538500. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á síðasta vetrardag.