Félagsstarf eldriborgara

13.3.2019

Félagsstarfið verður á sínum stað frá kl 13:00-16:00. spil og handavinna, kl 14:00 fáum við góða gesti frá Grensáskirkju í heimsókn og verður hugguleg stund í kirkjunni þar sem Svava Ingólfsdóttir flytur létt lög við undirleik Jónasar Þóris kantors. Kaffið góða hjá Sigurbjörgu á eftir í safnaðarsal. Hlökkum til að sjá ykkur, Hólmfríður djákni og séra Pálmi Matthíasson.