Félagsstarf eldriborgara

28.11.2018

Félagsstarf eldriborgara verður á sínum stað á miðvikudag kl 13:00-16:00, fjölbreytt dagskrá. Barnakórar Bústaðakirkju koma og syngja fyrir okkur undir stjórn Svövu Ingólfsdóttur. Haldið verður áfram með jólaföndur og framhaldssagan verður lesin. Bæn, hugleiðing og kaffið góða frá Sigurbjörgu í eldhúsinu.

Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Bústaðakirkju.