Félagsstarf eldriborgara

25.4.2018

Félagsstarfið á sínum stað á miðvikudögum kl 13:00-16:00, stundin verður að þessu sinni hefðbundin, spilað, handavinna, skrafað og framhaldssaga. Séra Arnaldur Bárðason verður með hugleiðingu og bæn og Sigurbjörg húsmóðir reiðir fram kræsingar úr eldhúsinu. Stundin er í umsjá Hólmfríðar djákna og allir eru hjartanlega velkomnir.