Félagsstarf eldriborgar

6.2.2019

Félagsstarfið er á sínum stað á miðvikudögum kl 13-16, við spilum, gerum handavinnu skröfum og spjöllum. Kaffið góða frá Sigurbjörgu verður að sjálfsögðu á boðstólnum og sóknarprestur verður með hugleiðingu og bæn. Gestur okkar að þessu sinni verður Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn og fræðir okkur um Kristna íhugun. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.