Félagsstarf eldriborgar

3.10.2018

Félagsstarfið byrjar kl 12:00 á miðvikudaginn 3. okt með tónleikum í kirkjunni, þetta er hluti af listamánuði í Bústaðakirkju sem við köllum bleikan október. Með bleikum október viljum við minna á hið góða starf Krabbameinsfélagsins. Jónas Þórir kantor kirkunnar og Gréta Salome fiðluleikari leika uppáhalds lögin sín. Það verður boðið uppá súpu í safnaðarsal eftir tónleikana, frjáls framlög fyrir hana. Félagsstarfið heldur svo áfram til kl 16:00 þar sem verður spilað og skrafað og kaffið góða kemur frá henni Sigurbjörgu.