Dívukvöld í safnaðarsal

23.1.2019

Gospelkór Bústaðakirkjur stendur fyrir Dívukvöldi þar sem allar konur er velkomnar á skothelt skemmtikvöld. Happadrætti með glæsilegum vinningum, Ólafur grínisti kemur og kitlar hláturtaugarnar, Sigga Dögg kynfræðingur verður með krassandi hugvekju. Við lærum saman afródrans og hlustum á ljúfa tóna kórsins sem mun flytja nokkur dívulög. Stórglæsilegt kaffihlaðborð kórfélaga tryggir að enginn verður svangur. Hægt er að kaupa fleiri happadrættismiða á staðnum en 1 miði fylgir aðgangi. 2500 krónur inn