Dagur aldraðra á Uppstigningardag.

10.5.2018

Hátíðarmessa kl 14:00, séra Arnaldur Bárðason og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni, þjóna fyrir altari og Arnaldur predikar, félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Antoniu Hevesi píanóleikara. Messuþjónar lesa ritningarlestra.  Hátíðarkaffi í safnaðarsal að hætti Sigurbjargar húsmóður eftir messu. Handavinnusýning og myndlist í kapellu, þar verður hægt að skoða afrakstur vetrarins hjá þeim sem sækja félagsstarfið. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Starfsfólk Bústaðakirkju