Bleikur október tekur enda

31.10.2018

Miðvikudaginn 31. okt eru síðustu hádegistónleikarnir okkar í bili, en það er okkar ástkæri tenór Kristján Jóhannsson sem ætlar að slá botninn í þetta hjá okkur. Undirleikari hans verður Antonía Hevesi. tónleikarnir hefjast kl 12:05, Eftir tónleikana verður boðið upp á súpu og brauð í safnaðarsal, enginn aðgangseyrir er á tónleikana og frjáls framlög fyrir súpuna. Félagsstarf eldriborgara mun svo halda áfram í safnaðarsal til kl 16:00 en þar verður gestur okkar Bjarni Harðarson og mun fjalla um Skálholt á 18. öld eins og honum er einum lagið. Kaffi og kruðerí eins og vant er í félagsstarfinu. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, starfsfólk Bústaðakirkju.