Bleikur október í Bústaðakirkju

3.10.2018

Bleikur október er listamánuður í Bústaðakirkju og er þetta í fimmta skiptið sem sem hann er haldinn. Tónleikar verða í hádeginu á hverjum miðvikudegi kl 12:05, boðið verður uppá súpu í safnaðarsal á eftir. Frítt er inn á tónleikana og frjáls framlög eru fyrir súpuna. Jónas Þórir kantor kirkjunnar og Gréta Salóme fiðluleikari stíga á stokk og leika uppáhalds lögin sín. Messur mánaðarins verða með fjölbreyttu sniði. Fylgist því vel með á heimasíðu kirkjunnar og facebooksíðunni. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, starfsfólk Bústaðakirkju.