Barnamessa, messa og aðalsafnaðarfundur.

31.3.2019

 

 

Sunnudagur 31. mars 2019 - 4. sunnudagur í föstu.

Sunnudagaskóli kl. 11:00 Fjölbreytt tónlist og fræðandi starf fyrir börnin. Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi leiða samveruna. Foreldrar og afar og ömmur hvött til þátttöku með börnunum.

 

Guðsþjónusta kl. 14:00 og aðalsafnaðarfundur Bústaðasóknar

Gospelkór Bústaða og Árbæjarkirkju syngja undir stjórn Þórdísar Sævarsóttur og Jónas Þórir við hljóðfærið. Messuþjónar aðstoða. Prestur sr. Pálmi Matthíasson.  Aðalasafnaðarfundur eftir messu. Veitingar í boði sóknarnefndar.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Fyrri ritningarlesturinn þessum 4. sunnudegi í föstu úr   

2. Mósebók  16. kafla versum 11 -18.
Drottinn ávarpaði Móse og sagði: „Ég hef heyrt mögl Ísraelsmanna. Talaðu til þeirra og segðu: Ísraelsmenn, áður en dimmt er orðið munuð þið fá kjöt til matar og á morgun seðjist þið af brauði. Þá munuð þið skilja að ég er Drottinn, Guð ykkar.“
Um kvöldið komu lynghænsn og þöktu búðirnar en morguninn eftir hafði dögg fallið umhverfis búðirnar. Þegar döggin þornaði lá eitthvað fínkornótt yfir eyðimörkinni líkt og héla. Þegar Ísraelsmenn sáu það spurðu þeir hver annan: „Hvað er þetta?“ því að þeir vissu ekki hvað það var. Þá sagði Móse við þá: „Þetta er brauð sem Drottinn hefur gefið ykkur til matar. Fyrirmælin, sem Drottinn hefur gefið, eru þessi: Safnið því sem hver þarf til matar, einum gómer á mann og skal hver um sig safna í samræmi við þann fjölda sem býr í tjaldi hans.“ Þetta gerðu Ísraelsmenn og söfnuðu sumir miklu en aðrir litlu. Þegar þeir mældu það í gómermáli gekk ekkert af hjá þeim sem miklu safnaði og þann sem litlu safnaði skorti ekkert. Sérhver hafði safnað því sem hann þurfti til matar.“

Þannig hljóðar hið heilaga orð.  / Guði sé þakkargjörð.

 

Síðari ritningarlesturinn er úr Filippíbréfi 2. kafla versum 1 - 5.

Fyrst Kristur veitir kjark, fyrst kærleikur hans uppörvar, fyrst andi hans skapar samfélag, fyrst þar ríkir hlýja og samúð gerið þá gleði mína fullkomna með því að vera einhuga, hafa sama kærleika, einn hug og eina sál. Gerið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillát og metið hvert annað meira en ykkur sjálf. Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra. Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var.

Þannig hljóðar hið heilaga orð.  /  Dýrð sé þér Drottinn.

 

Guðspjall dagsins er frá Jóhannesi 6. kafla versum 47 – 51.

Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir hefur eilíft líf. Ég er brauð lífsins. Feður ykkar átu manna í eyðimörkinni en þeir dóu. Þetta er brauðið sem niður stígur af himni. Sá sem etur af því deyr ekki. Ég er hið lifandi brauð sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði mun lifa að eilífu. Og brauðið er líkami minn sem ég gef heiminum til lífs.“

Þannig hljóðar hið heilaga guðspjall. / Lof sé þér Kristur.