Barnamessa kl. 11 og messa kl. 14

24.2.2019

BARNAMESSA kl. 11:00

Fjölbreytt dagsskrá i tali og tónum.

Stund fyrir alla fjölskylduna.

Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi leiða stundina.

 

ALMENN MESSA KL. 14:00

Falleg tónlist og ljúf samvera með bæn lofgjörð.

Fermd verður Katrín Ásgeirsdóttir Akuregrði 46, Rvík.

Kór Bústaðakirkju syngur, kantor Jónas Þórir við hljóðfærið.

Messuþjónar aðstoða. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

 

Fyrri ritningarlestur þessa Drottins dags sem er  2. sunnudagur í níuviknaföstu er úr Jesaja 40. kafla versum 6 – 8.

Einhver segir: „Kalla þú,“
og ég spyr: „Hvað á ég að kalla?“
„Allt hold er gras
og allur yndisleikur þess sem blóm vallarins.
Grasið visnar, blómin fölna
þegar Drottinn andar á þau.
Sannlega eru mennirnir gras.
Grasið visnar, blómin fölna
en orð Guðs vors varir að eilífu.“

Þannig hljóðar hið heilaga orð.

 

Síðari ritningarlesturinn er úr Hebreabréfi 4. kafla versum 12 - 13

Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans. Enginn skapaður hlutur er Guði hulinn, allt er bert og öndvert augum hans. Honum eigum við reikningsskil að gera.

Þannig hljóðar hið heilaga orð.

 

Guðspjallið er frá Markúsi  4. kafla versum 26 til 32

Þá sagði Jesús: „Svo er Guðs ríki sem maður sái sæði í jörð. Hann sefur síðan og vakir, nætur og daga, en sæðið grær og vex, hann veit ekki með hverjum hætti. Sjálfkrafa ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið og síðan fullvaxið hveiti í axinu. En þá er ávöxturinn er fullþroska lætur hann þegar bera út sigðina því að uppskeran er komin.“
Og Jesús sagði: „Við hvað eigum við að líkja Guðs ríki? Með hvaða dæmi eigum við að lýsa því? Líkt er það mustarðskorni. Þegar því er sáð í mold er það smærra hverju sáðkorni á jörðu. En eftir að því er sáð tekur það að spretta, það verður öllum jurtum meira og fær svo stórar greinar að fuglar himins geta hreiðrað sig í skugga þess.“

Þannig hljóðar hið heilaga guðspjall.