Allar messur kl. 11:00 á aðventunni

27.11.2018

Aðventan kl. 11:00

Allar messur á aðventunni verða kl. 11:00. Fjölskyldumessur þar sem komið er saman og sungin aðventu- og jólalög. Barnakórar, kirkjukór og kantor Jónas Þórir leiða sönginn. Daníel Ágúst, Sóley og sr. Pálmi annast þjónustuna ásamt messuþjónum. Hressing í safnaðarheimili eftir messurnar.