19
2024 maí

Vígslubiskupshjónin séra Kristján og Guðrún Helga

Sunnudaginn 29. október kl. 13 lauk dagskrá Bleiks október í Bústaðakirkju, með guðsþjónustu. Afrískt þema var í tónlist og umfjöllun. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju sungu og Anna Sigríður Helgadóttir söng einsöng. Mikil afrísk sveifla var í tónlistinni. 

Séra Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, prédikaði og blessaði söfnuðinn. Í prédikun sinni fjallaði hann meðal annars um hina kristnu von, sem getur breytt dimmu og dagsljós, sem getur breytt dauða í líf.

Í lok helgihaldsins fjallaði Guðrún Helga Bjarnadóttir, vígslubiskupsfrú, um hreint magnað hjálparstarf Aurora Foundation í Sierra Leone í Afríku. Hún og þau hjónin hafa lagt því hjálparstarfi lið í gegnum árin. Hún sýndi myndir og sagði frá verkefnum Aurora Foundation. 

Það má segja að séra Kristján vígslubiskup hafi fjallað um vonina í prédikun sinni og Guðrún Helga vígslubiskupsfrú hafi sýnt frá því hvernig vonin getur virkað í verki, í ávarpi sínu. 

Við þökkum þeim hjónum kærlega fyrir komuna og ykkur öllum fyrir þátttökuna. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.