17
2024 maí

Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya dönsuðu tangó

Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya dönsuðu tangó á síðustu hádegistónleikunum að þessu sinni í Bleikum október í Bústaðakirkju, í dag, miðvikudaginn 25. október kl. 12:05. 

Jónas Þórir lék á flygil og stjórnaði tónlistinni. Matthías Stefánsson lék á fiðlu og Anna Sigríður Helgadóttir sópran söng.

Lögin á dagskránni voru af suður-amerískum toga, flest tangó lög, sem dansararnir dönsuðu við, við góðar undirtektir tónleikagesta.

Hólmfríður Ólafsdóttir djákni leiddi bæn í lok tónleikanna. 

Aðgangur var ókeypis en tónleikagestir lögðu margir hverjir Ljósinu lið, með fjárframlagi. 

Styðjum Ljósið og Bleiku slaufuna og leggjum okkur fram um að standa með þeim sem glíma við veikindi.

Við þökkum ykkur innilega fyrir komuna í Bústaðakirkju í dag og bjóðum ykkar hjartanlega velkomin aftur. 

Síðasti viðburðurinn í Bleikum október í Bústaðakirkju er framundan á sunnudaginn kl. 13, þar sem vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Björnsson mun prédika og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju

Þau dönsuðu tangó

Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya dönsuðu tangó á síðustu hádegistónleikunum að þessu sinni í Bleikum október í Bústaðakirkju, í dag, miðvikudaginn 25. október kl. 12:05. 

Jónas Þórir, Matthías Stefánsson og Anna Sigríður Helgadóttir

Jónas Þórir lék á flygil og stjórnaði tónlistinni. Matthías Stefánsson lék á fiðlu og Anna Sigríður Helgadóttir sópran söng.

Lögin á dagskránni voru af suður-amerískum toga, flest tangó lög, sem dansararnir dönsuðu við, við góðar undirtektir tónleikagesta.

Bænastund í lok tónleikanna

Hólmfríður Ólafsdóttir djákni leiddi bæn í lok tónleikanna. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju

Aðgangur var ókeypis en tónleikagestir lögðu margir hverjir Ljósinu lið, með fjárframlagi. 

Styðjum Ljósið og Bleiku slaufuna og leggjum okkur fram um að standa með þeim sem glíma við veikindi.

Við þökkum ykkur innilega fyrir komuna í Bústaðakirkju í dag og bjóðum ykkar hjartanlega velkomin aftur. 

Síðasti viðburðurinn í Bleikum október í Bústaðakirkju er framundan á sunnudaginn kl. 13, þar sem vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Björnsson mun prédika og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju. 

Séra Daníel Ágúst Gautason tók myndirnar, sem fylgja þessari umfjöllun.